Class: 
color2

Adapter vinnustofa

Adapter vinnustofa með tónsmíðanemum LHÍ

Önnur vinnustofa Þýsk-íslenska hljóðfærahópsins Adapter með tónsmíða- og hljóðfæranemendum tónlistardeildar Listaháskólans verður haldin föstudaginn 27. jan. nk. Vinnustofan stendur frá 9-12 og fer fram í slagverksherbergi Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu.

Í vinnustofunni verða æfð og flutt verk Björns Pálma Pálmasonar (2. ár í meistaranámi), Veronique Jacques (1. ár í meistaranámi), Rögnvaldar Helgasonar (3. ár í bakkalárnámi) og Péturs Eggertssonar (2. ár í bakkalárnámi).

Vinnustofan er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Gestir frá Franz Liszt akademíunni í Búdapest

Þrír prófessorar í tónsmíðum og sjö tónsmíðanemendur við Franz Liszt akademíuna í Búdapest eru gestir tónsmíðabrautar dagana 23.-27. janúar. Miðvikudaginn 25. jan. kynna Ungversku prófessorarnir, Gyula Feteke, Judit Varga og Maté Bella tónlist sína fyrir nemendum og starfsliði skólans. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 533 á Sölvhólsgötu 13, 3. Hæð, og stendur frá 10:30-12:10. Allir velkomnir!

 

 

Myrkir músíkdagar

MYRKIR MÚSÍKDAGAR
Aðgangur ókeypis

Viðburðurinn er skipulagður í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju 

Meistaranemar í tónsmíðum við LHÍ og Liszt akademíuna í Búdapest sameinast á námskeiði um forritun Klais orgelsins í Hallgrímskirkju dagana 23.-27. janúar. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Guðmundur Vignir Karlsson og Sveinn Ingi Reynisson.
Afrakstur námskeiðsins má hlýða á í Hallgrímskirkju föstudaginn 27. janúar kl. 16.

Edda Erlendsdóttir og Dutilleux

EDDA ERLENDSDÓTTIR PÍANÓLEIKARI KYNNIR FRANSKA TÓNSKÁLDIÐ HENRI DUTILLEUX OG FLYTUR EFTIR HANN ÞRJÁR PRELÚDÍUR 

Henri DUTILLEUX (1916-2013) er eitt helsta og virtasta tónskáld frakka á 20. öld. Hann lést 2013, 97 ára gamall og samdi tónlist fram á síðasta dag. Hann átti aldarafmæli þ. 22 janúar 2016 og í sömu viku flutti Edda Erlendsdóttir Þrjár Prelúdíur eftir hann á Myrkum Músikdögum. Var það frumflutningur á verkinu á Íslandi.

Ómkvörnin 2017

Ómkvörnin er uppskeruhátíð tónlistardeildar Listaháskóla Íslands þar sem glæný og fersk verk tónsmíðanema eru flutt af flytjendum tónlistardeildar sem og tónlistarfólki annars staðar frá.

Ómkvörnin verður haldin hátíðleg í níunda sinn dagana 13. og 14. janúar í Kaldalóni, Hörpu.

Í þetta sinn verða fernir tónleikar:
Mix - 13. jan kl. 18:00
Dux - 13. jan kl. 21:00
Aux - 14. jan kl. 13:00
Vox - 14. jan kl. 16:00

Nákvæm dagskrá auglýst síðar.