Class: 
color2

Útskriftartónleikar: Silja Garðarsdóttir

Tónlist fyrir alla: Útskriftartónleikar Silju verða 4.maí klukkan 20:00 í Sölvhóli, Sölvhólsgötu 13. Tónleikarnir eru hluti af Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands 2017.

Silja Garðarsdóttir byrjaði ung í tónlistarnámi við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Þar lærði hún klassískan söng hjá Þuríði Baldursdóttur og á píanó hjá Elínu Jakobsdóttur.
Hún kláraði miðpróf í söng frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar en þegar leiðin lá í Menntaskólann á Akureyri fór hún í áframhaldandi söngnám hjá Michael Jón Clarke við Tónlistarskólann á Akureyri.

Útskriftartónleikar: Arna Margrét Jónsdóttir

Í dag breyttist borgin: Útskriftarhátíð LHÍ

Tónverkið „Í dag breyttist borgin“ er sprottið úr hugrenningu um heimsmynd. Það er samansett úr nokkrum kórverkum sem bundin eru saman í eina heild með strengjakvartett. Texti við verkið er saminn af Örnu Margréti.

Flytjendur:
Kórinn Hljómeyki undir stjórn Mörtu G. Halldórsdóttur
Aldís Bergsveinsdóttir – fiðla
Steina Kristín Ingólfsdóttir – víóla
Þórdís Gerður Jónsdóttir – selló
Ingvi Rafn Björgvinsson – kontrabassi

Útskriftartónleikar: Sunna Karen Einarsdóttir

Lokaverkefni Sunnu Karenar er tónlistarvinnusmiðja með barnakór. Afrakstur vinnunar verður fluttur og kynntur í Sölvhóli fimmtudaginn 4. maí kl. 18.

Flytjendur:
Reykjavíkurútibú Sunnukórsins

Verkefnið leit að því að skoða hvernig hægt sé að nýta vinnusmiðjur og aðrar aðferðir til að virkja sköpunarkraft barna í kórastarfi. Verkefnið var unnið í samstarfi við Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju og Skólakór Tónlistarskólans á Ísafirði.

Útskriftartónleikar: Hildigunnur Einarsdóttir

Kórsöngur hefur verið rauði þráðurinn í lífi mínu og við þennan rauða þráð hafa spunnist aðrir þræðir tónlistarinnar sem í dag er vefur tónlistarlegrar tilvistar minnar. Í þessu ljósi legg ég grundvöll að lokaverkefni mínu. Ég kaus að vinna með ungum og upprennandi söngkonum að nýjum útsetningum fyrir raddir með sköpunarkraft og tónheyrn að vopni. Ferlið hef ég þróað í gegnum vinnu mína með Kvennakórnum Kötlu og samstýru minni þar, Lilju Dögg Gunnarsdóttur.

Útskriftartónleikar: Guðmundur Óli Norland

Guðmundur Óli Norland er sannkallaður hljóðunnandi. Hann vinnur með hljóðið á sköpunarglaðan hátt og kannar eiginleika þess í tónsköpun sinni. Guðmundur hefur fengist við og kynnst tónlist meginpart ævi sinnar; stundað píanóleik og fengist við ýmis konar tónsmíðar allt frá unglingsaldri. Áferð, hljóðblöndun, hljómræna og dínamík rata inn í tónlist Guðmundar, hvort sem um hljóðfæra- eða raftónlist er að ræða. Í útskriftarverkinu hans frá tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands verður þetta haft að leiðarljósi.