Class: 
color2

GESTAGANGUR: Participatory Design in Participatory Music

Miðvikudaginn 15. febrúar klukkan 12:15 halda þau Alice Eldridge og Chris Kiefer fyrirlestur í fyrirlestrasal A í Þverholti 11.

Alice Eldridge er rannsakandi í stafrænni tækni og stafrænum gjörningalistum og er sellóleikari. Bakgrunnur hennar í tónlist, sálfræði (BSc), þróunar- og gagnvirkum kerfum (MSc), tölvunarfræði og gervigreind (PhD) veitir henni innblástur til grunnrannsókna innan vistfræði, tækni og tónlistar sem hún nálgast um miðilinn hljóð.

Adapter vinnustofa

Adapter vinnustofa með tónsmíðanemum LHÍ

Önnur vinnustofa Þýsk-íslenska hljóðfærahópsins Adapter með tónsmíða- og hljóðfæranemendum tónlistardeildar Listaháskólans verður haldin föstudaginn 27. jan. nk. Vinnustofan stendur frá 9-12 og fer fram í slagverksherbergi Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu.

Í vinnustofunni verða æfð og flutt verk Björns Pálma Pálmasonar (2. ár í meistaranámi), Veronique Jacques (1. ár í meistaranámi), Rögnvaldar Helgasonar (3. ár í bakkalárnámi) og Péturs Eggertssonar (2. ár í bakkalárnámi).

Vinnustofan er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Gestir frá Franz Liszt akademíunni í Búdapest

Þrír prófessorar í tónsmíðum og sjö tónsmíðanemendur við Franz Liszt akademíuna í Búdapest eru gestir tónsmíðabrautar dagana 23.-27. janúar. Miðvikudaginn 25. jan. kynna Ungversku prófessorarnir, Gyula Feteke, Judit Varga og Maté Bella tónlist sína fyrir nemendum og starfsliði skólans. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 533 á Sölvhólsgötu 13, 3. Hæð, og stendur frá 10:30-12:10. Allir velkomnir!

 

 

Myrkir músíkdagar

MYRKIR MÚSÍKDAGAR
Aðgangur ókeypis

Viðburðurinn er skipulagður í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju 

Meistaranemar í tónsmíðum við LHÍ og Liszt akademíuna í Búdapest sameinast á námskeiði um forritun Klais orgelsins í Hallgrímskirkju dagana 23.-27. janúar. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Guðmundur Vignir Karlsson og Sveinn Ingi Reynisson.
Afrakstur námskeiðsins má hlýða á í Hallgrímskirkju föstudaginn 27. janúar kl. 16.

Edda Erlendsdóttir og Dutilleux

EDDA ERLENDSDÓTTIR PÍANÓLEIKARI KYNNIR FRANSKA TÓNSKÁLDIÐ HENRI DUTILLEUX OG FLYTUR EFTIR HANN ÞRJÁR PRELÚDÍUR 

Henri DUTILLEUX (1916-2013) er eitt helsta og virtasta tónskáld frakka á 20. öld. Hann lést 2013, 97 ára gamall og samdi tónlist fram á síðasta dag. Hann átti aldarafmæli þ. 22 janúar 2016 og í sömu viku flutti Edda Erlendsdóttir Þrjár Prelúdíur eftir hann á Myrkum Músikdögum. Var það frumflutningur á verkinu á Íslandi.