Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Bókasafn og upplýsingaþjónusta

Tilkynning vegna flutninga

Bókasafn LHÍ verður flutt úr Þverholti og Laugarnesi og sameinað á einum stað í Hamri við Stakkahlíð í sumar. Vegna flutninganna verður bókasafnið lokað í þrjá mánuði frá föstudegi 31. maí 2024.

Um bókasafnið

 • Þjónusta

  Bókasafn LHÍ er einkum ætlað nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans, en er jafnframt opið öðrum sem sérfræðisafn á sviði lista.

 • Gjaldskrá

  Nemendur og kennarar í LHÍ eru lánþegar án endurgjalds – free for students and staff
  Almennir lánþegar greiða kr. 2000 fyrir árgjald – for other users 2000 ISK

 • Panta viðtal

 • Fræðsla

  Eitt af markmiðum bókasafns og upplýsingaþjónustu LHÍ er að stuðla að upplýsingalæsi innan LHÍ með fræðslu og ráðgjöf til nemenda, kennara og starfsfólks skólans.

  Á hverju skólaári er bókasafns og upplýsingaþjónusta LHÍ með kynningar og fræðslu fyrir nýnema, en einnig er boðið upp á fræðslu fyrir nemendur sem eru lengra komnir í námi sínu, meistaranema, kennara og aðra starfsmenn skólans.

  Tilgangur fræðslunnar er að kynna bókasafnið fyrir nemendum og þær upplýsingalindir, stafrænar og prentaðar, sem það veitir aðgang að og kenna þeim að nýta sér þær meðan á háskólanámi þeirra stendur. Einnig er lögð áhersla á mat á gæðum upplýsinga og að nemendur geti valið úr og notað þær á markvissan hátt.

  Hægt er að panta fræðslu með því að senda póst á rosa@lhi.is eða bokasafn@lhi.is

 • Ritver

  Á bókasafni LHÍ er ritver þar sem nemendum LHÍ er veitt er ráðgjöf í einstaklingsviðtölum varðandi:
  • Heimildaskráningu
  • Heimildaleit
  • Upplýsingaöflun
  • Zotero (forrit sem heldur utan um heimildir)
  • Sniðmát og tæknileg atriði
  • Turnitin
  • Skil í Skemmu
  Hafðu samband við ritverið með því að senda póst til ritver@lhi.is eða maria@lhi.is eða hringja í síma 545-2217
 • Opinn aðgangur

 • Styrktarsjóður Halldórs Hansen

  Styrktarsjóður Halldórs Hansen var stofnaður 11. desember 2002. Halldór Hansen barnalæknir lét eftir sig mikið tónlistarsafn með um 10.000 hljómplötum, sem hann ánafnaði Listaháskóla Íslands í erfðaskrá ásamt öðrum eigum sínum sem skyldu renna í sérstakan sjóð í hans nafni.

  Meginmarkmið sjóðsins eru að:

  • Varðveita tónlistarsafn Halldórs Hansen og miðla efni úr því.
  • Styrkja uppbyggingu og styðja við tónlistarsafn Listaháskóla Íslands.​
  • Veita árlega styrk í nafni Halldórs Hansen til tónlistarnema Listaháskóla Íslands
 sem náð hefur framúrskarandi árangri að mati sjóðsstjórnar.

Gagnasöfn og streymisveitur

Gagnasöfn A-Ö

Safnið inniheldur lista yfir gagnasöfn bæði þverfagleg og á sviði lista. Aðgangur að gagnasöfnum er tvenns konar; Landsaðgangur (á öllum tölvum á landinu) og Innan skólans eða í fjaraðgangi (IP tölur skólans). Skýring á aðgangi gagnasafna stendur við hvert þeirra.

Kanopy

Kanopy er streymisveita sem býður upp á úrval mynda, heimildamynda og sjónvarpsþátta. Bókasafnið kaupir aðgang að Kanopy en þó með takmörkun á fjölda áhorfs á hverja mynd.

Heimildavinna og leiðbeiningar

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um heimildavinnu, upplýsingaleit o.fl.:

Heyrðu í okkur

"*" indicates required fields

Rósa Bjarnadóttir

Elísabet Valdimarsdóttir

María Loftsdóttir

Riina Pauliina Finnsdóttir

Sigurborg Brynja Ólafsdóttir

Á döfinni