Listaháskólinn er skóli allra listgreina. Hann er einstakur á alþjóðavísu að því leyti að námsframboð er afar fjölbreytt en nemendur eru hlutfallslega fáir í samhengi við námsframboð. Listaháskólinn er eini háskólinn á fræðasviði lista á Íslandi og hefur því víðtæku hlutverki að gegna gagnvart landsmönnum. Skólinn starfar í alþjóðlegu umhverfi og miðar sig við þá skóla í nágrannalöndunum sem þykja skara fram úr í kennslu og miðlun þekkingar á sviðum lista.