Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Rannsóknarafrakstur

Decor overlay

Samkvæmt nálgun Listaháskóla Íslands er afrakstur rannsókna á fræðasviði lista ávallt tvenns konar í senn, annars vegar verk og hinsvegar greinargerð um viðkomandi verk. Með verki er átt við afrakstur í hvaða formi sem er, listaverk eða ritverk, og skilyrði er að því hafi verið miðlað á opinberum vettvangi. Yfirlýst stefna háskólans er að hvetja til tilraunakenndrar nálgunar og fjölbreytilegra miðlunarforma í rannsóknarstarfi.

Rannsóknarverkefni hýst hjá Listaháskóla Íslands

 • Building bridges through collaboration: MetamorPhonics as an approach to socially engaged music making

  Yfirstandandi

  Aðalrannsakandi: Þorbjörg Daphne Hall, dósent í tónlistardeild

  Building bridges through collaboration: MetamorPhonics as an approach to socially engaged music making (2024-2026), – a three-year artist-led collaborative research project.

  Various socially engaged and participatory music projects work with diverse communities, such as people in detention and health care settings, and with people of all ages, abilities and backgrounds. These projects can be seen as a testament to the belief that music and music making can bring about positive experiences, impact and even change to people’s lives. This research project aims to comprehensively investigate MetamorPhonics’ (MP) community music practice and its impacts on participants. It encompasses multiple aspects, including understanding the profiles and motivations of MP band members, exploring the principles and beliefs that guide MP, and comparing them to other community music practices. The project also delves into the core pedagogic approaches utilised by MP, investigating the strategies, methodologies, and instructional techniques that shape its practice. It examines how the social context and characteristics of participants inform the musical approach and leadership within MP. Additionally, the project explores the significance of the MP experience for band members, including the personal, social, and musical impact of participation and potential spillover effects on participants’ lives and engagement with broader communities. Furthermore, it supports the skill development of practitioners, develops research methods tailored for community music projects, and ensures a wide dissemination of research findings to academics, practitioners, and stakeholders.

 • Visitations: Polar Bears out of Place

  Verkefni lokið

  Aðalrannsakandi: Bryndís H. Snæbjörnsdóttir, prófessor í myndlist

  Visitations: Polar Bears Out of Place (2019-22) – a three-year artist-led collaborative research project run by Icelandic and international universities, galleries and museums.

  The aim of the project was to contribute to a growing body of knowledge concerning human/non-human relations and habitat in a time of global warming and rising sea levels. To this end the team drew particular focus on historic and contemporary polar bear arrivals to Iceland. Approaching the subject from a visual arts perspective, the project tested the contact zones between humans and polar bears and thereby, related networked effects of climate change, population displacement and environmental disruption. The research gathered and combined images, texts, audio, biological and other material relating to specific recorded polar bear arrivals. Methodologies involved a close study of the relationship between source material and its cultural and environmental contexts as well as to the transmission, interpretation and presentation of subtexts, embedded within all visual and textual matter. By foregrounding the animal as ‘foreign’ and through the study of its multiple guises – such as a being, a cohabitant, visitor, environmental register, remnant and artefact – the project aimed to make a significant contribution to current discourse on the objectification of both human and animal ‘Others’ in borderless environments and as such offered an alternative understanding of environmental ownership and response. The project’s satellite partner in Alaska allowed for further comparative study within a wider geographic and cultural context.

  Visitations: Polar Bears Out of Place was granted funding for three years (2019-2021) by The Icelandic Research Fund and is the first research project in the field of the visual arts to secure such a grant. It is based at Iceland University of the Arts and is directed by principal investigators Bryndís H. Snæbjörnsdóttir, professor of Fine Art at Iceland University of the Arts, and Mark Wilson, professor of Fine Art at the University of Cumbria in the UK. Co-investigators are Kristinn Schram, associate professor in folkloristics/ethnology at the University of Iceland, and Æsa Sigurjóndóttir, associate professor in art history and art theory at the University of Iceland. The project is multidisciplinary, with participants from the visual arts department of Iceland University of the Arts, the Institute of the Arts at the University of Cumbria, the Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics at the University of Iceland and the Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies at the University of Iceland. Partner organisations are Anchorage Museum in Alaska (US), Akureyri Art Museum (IS), Bureau of Ocean Energy Management (US), University of Iceland’s Research Centre in Strandir (IS), and The National Museum of Iceland.

 • Tónlistarmenn í útlegð frá Þýskalandi og Austurríki og áhrif þeirra á íslenskt tónlistarlíf 1935-1974

  Verkefni lokið

  Aðalrannsakandi: Árni Heimir Ingólfsson, gesta rannsakandi við tónlistardeild

  Þrír tónlistarmenn sem flýðu Þriðja ríkið á árunum 1935–38 fengu landvistarleyfi á Íslandi og lögðu grunn að þróun tónlistarlífs á Íslandi á mikilvægum tíma. Þetta voru þeir Robert Abraham, Heinz Edelstein og Victor Urbancic. Abraham og Edelstein voru gyðingaættar, og það var eiginkona Urbancic einnig. Á árunum kringum stofnun lýðveldis 1944 urðu miklar framfarir á sviði hljómsveitarleiks og kórsöngs hér á landi, ekki síst fyrir ötult starf þeirra þriggja.
  Verkefnið „Tónlistarmenn í útlegð frá Þýskalandi og Austurríki og áhrif þeirra á íslenskt tónlistarlíf, 1935–1974“ verður fyrsta umfangsmikla rannsókn á ævi og starfi þessara þriggja tónlistarmanna. Sérstök áhersla verður lögð á að kanna hvernig þeir tóku þátt í að móta leiðandi tónlistarstofnanir sem enn starfa í dag (Sinfóníuhljómsveit Íslands, kóra og tónlistarskóla), en einnig tiltekin svið tónlistarkennslu og flutnings (til dæmis flutning barokktónlistar og kirkjutónlistar). Framlag þeirra verður einnig skoðað í menningarpólitísku samhengi, ekki síst með tilliti til Tónlistarfélags Reykjavíkur og deilna um atvinnuleyfi handa erlendum tónlistarmönnum á árunum um 1930-40, sem bæði FÍH og BÍL drógust inn í. Með því að kanna frumgögn á söfnum og í einkaeign á Íslandi og erlendis, viðtölum við samtímamenn og yfirgripsmikilli skoðun samtímaheimilda verður í fyrsta sinn hægt að draga upp mynd af ævi og listrænu framlagi þessara mikilvægu tónlistarmanna sem hingað til hafa ekki hlotið þann sess sem þeim ber.
  Árni Heimir Ingólfsson hefur fengist við rannsóknir á íslenskri tónlistarsögu um tveggja áratuga skeið. Hann hefur ritað fjórar bækur um tónlist sem allar hafa hlotið mikið lof og fjölmargar viðurkenningar, meðal annars Jón Leifs – Líf í tónum (2009), Saga tónlistarinnar (2016) og Tónlist liðinna alda (2019). Hann hefur tvívegis hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir geisladiska með tónlist úr fornum íslenskum handritum og tvisvar verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Árni Heimir stundaði nám í píanóleik og tónlistarfræði við Oberlin-tónlistarháskólann og Harvard-háskóla, þaðan sem hann lauk doktorsprófi árið 2003. Hann hefur ritað fjölda greina og bókarkafla og haldið fyrirlestra um tónlist víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð, Sviss og Japan. Þetta er þriðja rannsóknarverkefni hans sem hlýtur styrk úr Rannsóknasjóði.
 • Sjónarfur í samhengi: notkun myndmáls í prentsögu Íslands frá 1844-1944

  Verkefni lokið

  Aðalrannsakandi: Guðmundur Oddur Guðmundsson (Goddur), prófessor í grafískri hönnun

  Útgáfa með rannsóknarafrakstri er væntanleg 2024.

  Meginmarkmið þessa tveggja ára rannsóknarverkefnis var að greina og flokka í sögulegt samhengi myndrænar framsetningar í prentuðu efni á tímabilinu 1844-1944. Tilgangurinn var að greina áhrif hönnunar á myndmál, tengingu myndmáls og texta, og áhrif samfélagslegra þátta eins og þjóðarímyndar, sjálfstæðisbaráttu og stofnunar lýðveldis.

  Kjarni verkefnisins eru ólíkar gerðir og myndrænn uppruni prentmyndamóta sem og myndræn þróun prenttækni og áhrifamáttur fjölföldunar. Myndefni og myndmál í fjölfölduðu efni var rannsóknarviðfangið, allt frá einblöðungum til myndmáls hins opinbera. Rannsóknin var samvinnuverkefni á milli Listaháskóla Íslands, Landsbókasafns Íslands, – háskólabókasafns og Hönnunarsafns Íslands. Rannsóknin byggir á tvenns konar aðferðafræði; myndgreiningu á stílfræðilegum áherslum annars vegar og hinsvegar aðferðum sýningarstjórnunar. Niðurstöðum verkefnisins var skipt upp í sýningahluta á tímabilinu þar sem niðurstöðum innan ferlisins var miðlað og fyrirlestrar um efnið voru fluttir. Ennfremur var það efni sem rannsóknin aflaði skráð í opinn gagnagrunn samstarfsstofnananna og þannig opnað fyrir aðgengi að efni rannsóknarinnar; nemendum, kennurum og rannsakendum, sem og almenningi til upplýsingar. Þannig opnar rannsóknin fyrir leitir og þekkingu á myndmáli sem og aðgengi að sögu á höfundum myndmáls bæði fyrir söfn, menntastofnanir og almenning.

IRIS

IRIS (Icelandic Research Information System) er rannsóknargátt sem sýnir rannsóknavirkni íslenskra háskóla og stofnana sem eiga aðild að gáttinni. Kerfið er rekið af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, en mennta- og menningarmálaráðuneytið keypti kerfið og fól safninu rekstur og umsjón þess. Hér gefst kostur á að skoða rannsóknarvirkni og samfélagslega dreifingu þekkingar sem verður til við rannsóknir á Íslandi. Virknina má sjá hjá rannsakendum, stofnunum og fræðigreinum sem og í samstarfi fræða-, lista- og vísindafólks í alþjóðlegu samhengi. IRIS upplýsingakerfið er í þróun og mun taka breytingum eftir því sem verkefninu vindur fram, þ.m.t. íslensk þýðing kerfisins.