Nemendum Listaháskólans gefst kostur á að sæja um Erasmus+ styrk til þess að fara í starfsnám í Evrópu.
Um er að ræða dvalarstyrk, en lágmarksdvalartími eru tveir mánuðir. 

Nemendur geta einnig sótt um Nordplus styrk til styttri dvalar í eina til átta vikur á Norður- og Eystrasaltslöndum. Nánari upplýsingar um Nordplus styrki veitir Alma (alma@lhi.is).

Starfsnámið þarf að hafa faglega tengingu við nám styrkþega.

Starfsnám að sumri

Nemendum gefst kostur á að sækja um styrk til starfsnáms að sumarlagi. Um er að ræða starfsnám utan hefðbundins námstíma og er það metið sem 2 ECTS einingar. Starfsnám er tilgreint á námsferli og á skírteinisviðauka sem fylgir prófskírteini við útskrift. 

Starfsnám á námstíma

Sviðshöfundabraut og dansbraut bjóða uppá starfsnám á námstíma. 15 vikna starfsnám jafngildir einni önn eða alls 30 ECTS einingum. Starfsnám er tilgreint á námsferli og á skírteinisviðauka sem fylgir prófskírteini við útskrift. 

Starfsnám að lokinni útskrift

Útskriftarnemendur geta sótt um ERASMUS+ styrk til starfsnáms sem fram fer að lokinni útskrift. Sækja þarf um styrkinn fyrir útskrift og nýta þarf styrkinn innan tólf mánaða frá útskriftardegi. Styrkurinn reiknast ekki til eininga en nemendur fá vottorð um starfsnám að því loknu.

Hvernig sæki ég um?

  • Umsókn - Erasmus+ styrkur. Fylla út umsókn, prenta og skila til alþjóðaskrifstofu. Veljið 2017-2018 fyrir starfsnám að sumri, veljið 2018-2019 fyrir starfsnám eftir útskrift).
  • Finna móttökuaðila. (Nemendur finna móttökuaðila í samráði við kennara/fagstjóra).
  • Fylla út námssamning vegna starfsnáms í samráði við móttökuaðila.
  • Hafa samband við alþjóðaskrifstofu (thorgerdurhall@lhi.is).

Á vefsíðunni erasmusintern.com má finna upplýsingar um aðila sem auglýsa eftir starfsnemum.

Hvað er styrkurinn hár?