Listaháskólinn tekur virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi og leggur áherslu á að byggja upp samstarf við háskólastofnanir og fagumhverfi erlendis. Skólinn leggur áherslu á að búa nemendur undir að starfa á alþjóðlegum vettvangi, t.a.m. með því að veita tækifæri til námsdvalar erlendis sem hluta af námi. Á hverju ári hljóta um 100 nemendur styrki til skiptináms eða starfsnáms og fer sá hópur stækkandi. Starfsfólki skólans bjóðast einnig styrkir til kennaraskipta eða starfsþróunar erlendis. Með þátttöku í norrænum samstarfsnetum og alþjóðlegum verkefnum vex tengslanet skólans en þar gegna menntaáætlanir Erasmus+ og Nordplus veigamiklu hlutverki. 
 
Síðast liðin ár hefur Listaháskólinn verið leiðandi í samstarfsverkefnum listaháskóla og hlotið styrki úr Erasmus+ áætluninni. Markmið verkefnanna er þróun náms og kennslu á fagsviði lista. Auk þess hefur skólinn leitt tvö Nordplus samstarfsnet, KUNO og Norteas, sem felur í sér fjármögnun verkefna og úthlutun styrkja.
 

Starfsmenn alþjóðaskrifstofu

Björg Stefánsdóttir, forstöðumaður
Heba Eir Kjeld, verkefnastjóri
 

Aðildarsamtök og samstarfsnet

ELIA samtök listaháskóla í Evrópu
AEC samtök Evrópskra tónlistarháskóla
Cumulus alþjóðleg samtök hönnunarháskóla
EAAE samstarfsnet háskóla í Evrópu á sviði arkitektúrs
 
Listaháskólinn er þáttakandi í eftirfarandi Nordplus samstarfsnetum:
 
ARKITEKTÚR : 
HÖNNUN : 
MYNDLIST : 
LISTKENNSLA (sjónlistir) : 
SVIÐSLISTIR : 
  • NORTEAS 
  • DAMA  (Nordic Baltic network of higher level Dance education institutions and New Media education institutuions.)
TÓNLIST 
 
Þverfagleg samstarfsnet 
  • ECA (Explorations and Collaborations in the Arts) 
  • The ECA Network => Innovative Creative Gatherings for Performing and Media/ Film Arts