Fatahönnun

Nemendur kynnast margvíslegum leiðum í hönnun og koma að kennslunni fjölmargir hönnuðir og sérfræðingar, innlendir og erlendir.
Einnig eru farnar námsferðir, bæði innanlands og utan til að auka skilning, þroska, samstarfshæfni og stækka tengslanet.
Möguleikar á frekari sérhæfingu á sviðinu eru miklir að grunnnámi loknu enda brautin talin bjóða upp á nám sem reynst hefur góður undirbúningur, bæði til starfa en einnig til frekara náms.
 
Útskrifaðir nemendur af fatahönnunarbraut takast á við fjölbreytt verkefni eftir nám auk þess sem margir fara erlendis í framhaldsnám.
 
Höfundur myndar og verks í banner: Darren Mark, útskrifaður 2017. 
Nafn brautar: Fatahönnun
Nafn gráðu: BA
Einingar: 180 ECTS
Lengd náms: 6 annir – 3 ár

The Shanghai Deep Blue Phantom Menace

Meðallengd kvikmyndar er um 250 metrar. Það er að segja þegar hún er á formi VHS bands. Til þess að vefa 0,8 x 7 metra textíl úr VHS bandi þurfti um það bil sjö kvikmyndir. Háglansandi, sterk en um leið fislétt filman er hlaðin nostalgíu vídjóleiguferða og bíókvölda liðins tíma.

Ingibjörg Íris Ásgeirsdóttir

Höfnun skilgreiningarinnar
BLÓM vs. VÉLAR
Ferningsreglan

Frá fagstjóra

Þekking og skilningur á gæðum í fatnaði er nauðsynleg undirstaða farsæls starfsferils í fatahönnun og aukin sjálfbærni í greininni er lykilorð þegar litið er til framtíðar.

Í þessu samhengi er lögð áhersla á fræðslu um uppruna og áhrif textíls og framleiðslu fatnaðar á umhverfi og líf okkar allra á jörðinni. Markmið brautarinnar er að skapa hönnuði sem hafa ábyrga framtíðarsýn gagnvart náttúrunni í heild sinni og sem sýna einstaklingum og samfélögum heimsins virðingu í störfum sínum.

Katrín María Káradóttir