Hagnýtir eiginleikar fatahönnunar, fagurfræði og hugmyndafræði geta haft víðtæk áhrif á umhverfi og samfélag og koma við sögu oft á dag í lífi sérhverrar manneskju.
Í fatahönnun er lögð áhersla á að nemendur kunni skil á faglegum forsendum hönnunar og geti út frá þekkingu sinni tekið bæði listræna og ábyrga afstöðu í verkum sínum.
Nám í fatahönnun byggir á rannsóknum, rökhugsun, afstöðu, fagurfræði, innsæi og ímyndunarafli.
Mikil áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér fagmennsku og gæði í hönnun, nýti sér tæknimöguleika og það góða handverk sem býðst innan fagsins og öðlist þann grunn sem nauðsynlegur er til að geta orðið leiðandi hönnuðir í framtíðinni.