Fatahönnun

Hagnýtir eiginleikar fatahönnunar hafa víðtæk áhrif á umhverfi og samfélag og koma við sögu oft á dag í lífi sérhverrar manneskju. 
 
Í náminu læra nemendur grunnþætti fatahönnunar. Unnið er með hönnunarferlið sem felur í sér samfélagslega og umhverfislega þætti, hugmyndavinnu, rannsókn, tæknilegar útfærslur á fatnaði eins og sníðagerð, nýsköpun í textíl, fatasaum og fjölbreyttar leiðir til miðlunar. 
 
Meðal verkefna sem nemendur vinna má nefna Misbrigði, þar sem fatnaður er unninn úr ónothæfum textíl í samvinnu við Rauða krossinn, samkeppni á vegum Cristobel Balenciaga safnsins á Spáni og eigin línu í lokaverkefni til BA gráðu sem sýnd á stórri tískusýningu í lok námsins. 
 
Að loknu BA námi í fatahönnun við LHÍ hafa nemendur unnið sjálfstætt að fatahönnun undir eigin merkjum eða hjá stærri fyrirtækjum hérlendis og erlendis. Margir fara í framhaldsnám við skóla erlendis þar sem þeir hafa tækifæri til þróa áhugasvið sitt innan fatahönnunar.  
 
Við Listaháskóla Íslands miðar nám í fatahönnun að því að efla fagið, jafnhliða samfélagslegri og umhverfisleg vitund.  Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér fagmennsku og gæði í hönnun, læri að nýta tæknimöguleika, handverk og þjálfa gagnrýna, skapandi hugsun sem er nauðsynleg til að geta starfað í síbreytilegu umhverfi fatahönnunar og orðið leiðandi hönnuður í framtíðinni.

 

 

Nafn námsleiðar: 
Bakkalárnám í fatahönnun
Nafn gráðu: BA
Einingar: 180 ECTS
Lengd náms: 6 annir – 3 ár
 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Opnað fyrir umsóknir: 8. janúar 2024

Umsóknarfrestur: 12. apríl 2024

Umsóknum svarað: Maí/júní 2024

UMSÓKNIR

Rafræn umsókn
Sérleiðbeiningar deildar

HAFA SAMBAND

hafdis [at] lhi.is (Hafdís Harðardóttir), deildarfulltrúi

FLÝTILEIÐIR

Fatahönnun á Instagram
Skólareglur
Háskólalög
Skólagjöld LHÍ
Kennsluskrá LHÍ

 

Frá fagstjóra

Þekking og skilningur á gæðum í fatnaði er nauðsynleg undirstaða farsæls starfsferils í fatahönnun og aukin sjálfbærni í greininni er lykilorð þegar litið er til framtíðar.
 
Markmið námsleiðarinnar er að nemendur þjálfi ábyrga afstöðu til umhverfis, náttúru og samfélaga heimsins á sama tíma og þeir þróa með sér listræna sýn og skapandi nálgun við hönnun á fatnaði.
 
Í náminu kynnast nemendur ólíkum aðferðum við hönnun og rannsóknir og fá þjálfun í miðlun verka sinna ásamt því að verða gagnrýnin rödd í textílheiminum.
 
Þórunn María Jónsdóttir fagstjóri í fatahönnun