Námsráðgjöf
 
Námsráðgjöf hefur það að markmiði að efla vitund nemenda um viðhorf sín, áhuga og hæfileika þannig að þeir fái notið sín í námi. Sjálfsnám er stór þáttur í háskólanámi og því mikilvægt að nemendur tileinki sér góðar námsvenjur strax í upphafi náms.
 
Í námsráðgjöf LHÍ er lögð áhersla á að styrkja nemendur með því að veita stuðning tengdum:
 
* tækifærum og ögrunum í námi,
* andlegri líðan og heilbrigðum lífsstíl,
* samskiptum við nemendur og starfsfólk,
* framtíðarsýn og tækifærum.
 
Námsráðgjöf er þjónusta sem er fyrst og fremst fyrir nemendur og þeir eru hvattir til að nýta sér hana. Boðin eru einstaklingsviðtöl, hópráðgjöf, sálfræðiviðtöl, hádegisfyrirlestrar og þjónusta við nemendur sem þurfa á sértækum úrræðum að halda. Það er á ábyrgð nemenda að upplýsa námsráðgjafa um hamlanir sínar þegar þeir hefja nám við skólann.
Námsráðgjafar eru Björg Jóna Birgisdóttir og Ragnhildur Ísleifs Ólafsdóttir. 
Til þess að bóka viðtalstíma bendum við á flipan hér til hliðar. 
Námsráðgjafar eru með skrifstofu í Þverholti en hitta nemendur á stafrænum fundum eða í öðrum húsum LHÍ þegar á þarf að halda.
 
Nemendur geta borið upp erindi sín og rætt í trúnaði við námsráðgjafa. Leitast er við að veita nemendum þann stuðning sem þeir þurfa á að halda hvort sem erindin tengjast því að efla sig og styrkja í námi eða persónulegum erfiðleikum og áföllum.
Nemendum er bent á að leita til fagstjóra varðandi málefni sem upp koma í náminu sjálfu. Deildarfulltrúar veita aðstoð og upplýsingar um einingafjölda og námsframvindu. 
 
Starfsráðgjöf
Starfsráðgjöf er ferli þar sem leitast er við að efla einstaklinga í þá átt að þekkja sjálfan sig betur svo þeir geti tekið ákvarðanir um framtíð sína. Því er meginhlutverk starfsráðgjafar LHÍ að aðstoða nemendur við að undirbúa sig fyrir frekari menntun eða atvinnulíf eftir að námi lýkur í LHÍ. Haldin eru stutt námskeið, fyrirlestrar og viðtöl um málefni sem tengjast lífi að loknu námi.
Samstarf er við Hollnemafélag Listaháskólans um að skipuleggja viðburði með núverandi nemendum og hollnemum. Eitt af meginmarkmiðum Hollnemafélagsins er að efla tengsl fyrrum nemenda við skólann og koma á stefnumótum fyrrverandi og núverandi nemenda.
 
Styrkur fyrir sálfræðikostnaði 
Hægt er að sækja um styrk fyrir sálfræðikostaði hjá Listaháskóla Íslands. Miðað er við að styrkurinn sé veittur fyrir tveimur tímum hjá sálfræðing að höfðu samráði við námsráðgjafa.  
 
Til að sækja um styrkinn byrjar þú á því að panta tíma hjá námsráðgjafa. Sé styrkurinn samþykktur pantar þú tíma hjá sálfræðing og skilar svo inn reikning og greiðslukvittun ásamt bankaupplýsingum. LHÍ greiðir þér svo til baka kostnaðinn sem þú lagðir út.  
 
Markþjálfun 
Hægt er að panta markþjálfaviðtal hjá Ragnhildi, námsráðgjafa við Listaháskóla Íslands. Best er að panta tíma í gegnum bókunarsíðu námsráðgjafar og taka fram að um markþjálfaviðtal sé að ræða. 
 

 

 

Bóka viðtal

Bóka viðtal

Viðbragðsáætlanir

Viðbragðsáætlun við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi

Viðbragðsáætlun við einelti

Ítarefni

CENTAUR erasmus+

Gagnlegar síður

Nám og stuðningur

Hugur og heilsa

Hjálp og aðstoð 

  

Námsráðgjafar

Björg Jóna Birgisdóttir, bjorg [at] lhi.is

Ragnhildur Ísleifs Ólafsdóttir, ragnhildur [at] lhi.is

Námsráðgjöf, namsradgjof [at] lhi.is