Ítalskir hjartaknúsarar og poppdrottningar prýða stórskemmtilegan lagalista Atla Ingólfssonar, tónskálds og prófessors við tónlistardeild Listaháskóla Íslands, sem tók að sér að blanda saman í Kveikju, vikulegan lagalista tónlistardeildar Listaháskóla Íslands.

Sjálfur nam Atli og bjó um langt skeið á Ítalíu eins og lagalistinn góði ber órækt vitni um; hér leggja ítalskir músíkantar úr ólíkum áttum til frábært veganesti inn í helgina. Njótið vel.