Class: 
color2

Mathias Halvorsen í hádegisfyrirlestrarröð tónlistardeildar LHÍ

Píanóleikarinn Mathias Halvorsen fjallar um eigin tónlistarsköpun í hádegisfyrirlestri við tónlistardeild LHÍ, föstudaginn 20. apríl klukkan 12:45 til 13:45. Þar mun hann beina sjónum að tveimur verkefnum sem hann vinnur að um þessar mundir en í báðum þeirra er unnið með hljómborðstónlist Jóhanns Sebastíans Bachs á nýstárlegan og áhugaverðan hátt.

Mixed Emotions á Húrra

Styrktartónleikar á Húrra, föstudagskvöldið 27. apríl fyrir verkefnið Stelpur rokka.  Viðburðurinn er skipulagður af  nemendum við Listaháskóla Íslands og Erik DeLuca í samvinnu við Húrra og tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hefst klukkan 18 og lýkur um klukkan 01, aðfararnótt 28. apríl.

Fram koma:

RíT-vinnustofa: Spilmenn Ríkínís og Birgit Djupedal

Vinnustofa með Spilmönnum Ríkínís og Birgit Djupedal í tónlistardeild Listaháskóla Íslands þriðjudagsmorguninn 24. apríl frá 10:30 - 12:10. Vinnustofan fer fram í Skipholti 31, Fræðastofu 1 (stofu 663). Allir velkomnir - aðgangur ókeypis.
 
Spilmenn Ríkínís og Birgit Djupedal halda vinnustofu um íslenska og norska þjóðlagatónlist þar sem þau ræða tónlistarsköpun sína og flytja þjóðlög ásamt nokkrum lögum eftir Birgit.
 

Varpaljóð á Hörpu: Hádegistónleikar á Kjarvalsstöðum

Hádegistónleikar á Kjarvalsstöðum, miðvikudaginn 11. apríl klukkan 12:15.  

Fram koma söngnemar Þóru Einarsdóttur, Kristins Sigmundssonar og Hönnu Dóru Sturludóttur af bakkalárstigi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Á efnisskrá eru sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Jórunni Viðar og Þorkel Sigurbjörnsson, þar af frumflutningur á nýju lagi Jóns Ásgeirssonar við ljóð Þorsteins frá Hamri.

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Flytjendur:

Kynningarfundur í tónlistardeild

Viltu starfa við tónlist í framtíðinni?

Opinn kynningarfundur á starfi tónlistardeildar LHÍ
Laugardaginn 7. apríl klukkan 12 - 13
Skipholti 31
Allir velkomnir

Í tónlistardeild LHÍ er boðið upp á ótal fjölbreyttar námsleiðir fyrir tónlistarnemendur og tónlistarfólk framtíðarinnar. Við deildina starfar stór hópur virtra lista- og fræðimanna úr flestum geirum tónlistarlífsins en á meðal námsleiða sem nemendur geta valið sér eru tónsmíðar, skapandi tónlistarmiðlun, hljóðfærakennsla og kirkjutónlist.