Við vekjum athygli á glænýrri Kveikju sem er komin í loftið. Að þessu sinni í boði Þuríðar Jónsdóttur, tónskálds og tónsmíðakennara við tónlistardeild Listaháskóla Íslands sem býður okkur í æsispennandi og fjörugt heimshornaflakk með fjölbreyttri og fjölþjóðlegri músíkblöndu.

Kveikja er vikulegur lagalisti tónlistardeildar LHÍ, valinn af litríkum kennarahópi deildarinnar.

Njótið vel kæru hlustendur og tónlistargrúskarar.