sumarnam2021-banner-lhi-sida-2800x1150_2.png
 

Sumarið 2021 verður boðið upp á fjölbreytt úrval sumarnámskeiða við LHÍ, með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og kostar hvert námskeið aðeins 3.000 kr. Námskeiðin eru ýmist til ECTS eininga eða án eininga og opin öllum 18 ára og eldri, lengd námskeiða er allt frá tveimur dögum í lengri námskeið. Námskeiðin eru kynnt með fyrirvara um breytingar.  
Hægt er að fylgjast með Opna Listaháskólanum á Facebook

Sumarönn 2021

 

 
Júní
Tónsetning kvikmynda - skráningu lokið
Að vinna með skissubækur / Working with sketchbooks uppselt / sold out
Illustrator grunnnámskeið - uppselt, aukanámskeið í ágúst
Inngrip í almenningsrými - skráningu lokið
Hópfjármögnun - skráningu lokið
Listreynslan - skráningu lokið
Skapandi hugleiðsla - heildræn kennsluaðferð - uppselt / sold out
Screenwriting for short film - uppselt / sold out
Post-digital fagurfræði - skráningu lokið
Torfið - uppselt / solt out
Turning Creative ideas into a business - uppselt / sold out
 
 
 
Í Opna Listaháskólanum getur fólk sótt námskeið sem kennd eru í öllum deildum Listaháskóla Íslands.
Námskeiðum og umsóknareyðublöðum er skipt niður eftir deildum. Ef námskeiðið tilheyrir t.d. listkennsludeild þarf að opna umsóknareyðublað merkt listkennsludeild og haka við það námskeið sem sótt er um.
Listi yfir námskeiðsframboð sem og tíma- og dagsetningar allra námskeiða eru birtar með fyrirvara um breytingar og einnig að lágmarksþátttaka náist í námskeiðin. 
 
Umsókn
Námskeiðin eru á BA og MA stigi og er fagleg stjórnun þeirra í höndum deilda Listaháskóla Íslands. Þau er hægt að taka bæði með eða án eininga. Taki nemandi námskeið með einingum þarf nemandi að standast námsmatsviðmið og uppfylla mætingarskyldu viðkomandi námskeiðs til að einingar teljist þreyttar. 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði.
 
Leiðarljós Opna Listaháskólans
Opni Listaháskólinn er gátt Listaháskólans út í samfélagið þar sem þekking og reynsla fær að streyma óhindrað í báðar áttir. Markmið hans er meðal annars að glæða áhuga almennings á listum og veita sem breiðustum hópi fólks aðgang að þeirri sérþekkingu og aðstöðu sem Listaháskóli Íslands býr yfir. 
Með tilkomu Opna Listaháskólans stóraukast einnig möguleikar starfandi listafólks og hönnuða til símenntunar, starfsþróunar og tengslamyndunar. Áhersla er lögð á að greina og bregðast við þörfum vettvangsins og eiga í virku samstarfi við fagfélög, fyrirtæki og stofnanir þar um.
Opni Listaháskólinn fagnar fjölbreytileika mannlífsins og því er kapp lagt á að tryggja aðgengi þeirra hópa sem hingað til hafa ekki átt greiðan aðgang að list- og menningarfræðslu, hvort sem er vegna búsetu, fötlunar, uppruna eða annarra þátta.
Viðburðir á vegum Opna Listaháskólans eru allt frá snörpum kvöldnámskeiðum fyrir almenning til stórra sérhæfðra námskeiða á meistarastigi. 
opnilhi_svart_gratt01.png