Class: 
color2

Ekkert ú í tungu // Tónleikar í Norræna húsinu á Degi íslenskrar tungu

Magni Freyr Þórisson og Mattias Jose Martinez Carranza halda tónleika í tilefni af Degi íslenskrar tungu, föstudaginn 16. nóvember kl. 19:00 í Norræna húsinu.

Dagskráin er stútfull af íslenskri tónlist og lagavalið fjölbreytt. Flutt verða lög frá ýmsum tímabilum og í ólíkum stílum.

Á efnisskrá er m.a. nýtt verk eftir Birgit Djupedal við texta eftir Óskar Völundarson, auk annarrar frumsaminnar tónlistar.

Um tónlistarmennina

Menningarnánd íslenskrar tónlistar // Fyrirlestur Kimberly Cannady

Bandaríski tónlistarfræðingurinn Kimberly Cannady hefur undanfarin ár unnið að viðamikilli vettvangsrannsókn hér á Íslandi sem snýr að þætti þjóðlegrar tónlistar (rímnasöngs, tvísöngs, langspilshefðar, vikivaka) í samtímanum. Í rannsóknum sínum hefur hún skoðað þátt þjóðlegrar tónlistar í samhengi við kenningar breska mannfræðingsins Michael Herzfeld um menningarnánd eða „cultural intimacy“.

Kórperlur Arvo Pärt í Breiðholtskirkju

Áhrifarík tónlist eistneska tónskáldsins Arvo Pärt hljómar á tónleikum tónlistardeildar LHÍ sem fram fara í Breiðholtskirkju, mánudagskvöldið 26. nóvember klukkan 20. Þar mun Kór tónlistardeildar LHÍ undir stjórn Sigurður Halldórssonar, flytja tvö af tónverkum Pärt auk þess sem kórinn flytur þætti úr Sálumessu (Requiem) eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré.  

Gleym-mér-ei: Kynusli í óperum

 

Söngbraut tónlistardeildar LHÍ efnir til glæsilegrar hádegistónleikaraðar á Kjarvalsstöðum haustið 2018 í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur

Á hverjum tónleikum verður eitt þema tekið fyrir og dagskráin fléttast í kringum það. Við sögu koma ástin og dauðinn, íslensk sönglagahefð, kynusli í óperum, feminismi og söngleikja- og óperettutónlist. Að auki verða einir tónleikarnir haldnir í samstarfi við Óperudaga í Reykjavík þar sem flutt verður kammeróperan Kornið eftir Birgit Djupedal en hún útskrifaðist úr mastersnámi í tónsmíðum frá LHÍ vorið 2018.

Rytmískir samspilstónleikar í Rauðagerði

Nemendur á fyrsta ári rytmísks kennaranáms tónlistardeildar LHÍ halda samspilstónleika í hátíðarsal FÍH, Rauðagerði 27, mánudaginn 12. nóvember kl 19. 

Tveir hljómsveitir munu koma fram en auk þess koma nemendurnir fram í aukahljóðfærasamspili þar sem enginn spilar á sitt aðalhljóðfæri.   

Á efniskránni verður blanda af jazz- og popptónlist í eigin útsetningum hljómsveitarmeðlima. 

Kennari er Andrés Þór Gunnlaugsson.

Kornið. Kammerópera Birgit Djupedal á Kjarvalsstöðum

Kornið er glæný kammerópera eftir þær Birgit Djupedal og Ingunni Láru Kristjánsdóttur sem tekur 25mín í flutningi. Flutningurinn á Kjarvalsstöðum er liður í tónleikaröðinni Gleym-mér-ei. Hádegistónleikaröð söngbrautar LHÍ

Sýningartímar á Óperudögum í Reykjavík eru:
- 27.okt kl 17 í Hörpuhorni
- 31.okt kl 12 á Kjarvalsstöðum
- 4.nóv kl 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur

Frítt inn