Class: 
color2

Gleym mér ei - Haust 2023

Gleym mér ei // Haustmisseri 2023
Röð hádegistónleika í Dynjanda og í Hafnarhúsinu.

Nemendur í söng og hljóðfæraleik við tónlistardeild
Listaháskóla Íslands gleðja gesti og gangandi með ljúfum hádegistónum á miðvikudögum á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu. Tónleikaröðin ber titilinn Gleym mér ei og er fastur liður á hverju misseri. Efnisskráin fléttast í kringum hin ýmsu viðfangsefni hverju sinni allt frá miðaldartónlist til söngleikja nútímans. Tónleikaröðin er unnin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

Rytmísk kvöld í Stúdentakjallaranum

Rytmísk kvöld í Stúdentakjallaranum

Samspilshópar LHÍ nemenda í rytmískri söng- og hljóðfærakennslu koma fram og skemmta gestum og gangandi í Stúdentakjallaranum kl.20:00 eftirfarandi mánudagskvöld í haust //

18. september
23. október
20. nóvember

Aðgangur ókeypis og öll velkomin - sér kjör á bar og í veitingasölu fyrir alla háskólanema gegn framvísun skólaskírteinis. 
 

SAMAN í Dynjanda

SAMAN í Dynjanda
Föstudaginn 8.september kl.20:00, Skipholti 31.

Nemendur úr LHÍ og Conservatorio di Bolzano á Ítalíu hafa sett saman efnisskrá með glænýjum verkum fyrir kammersveit og leika þau undir stjórn Maurizio Colasanti frá Bolzano.