Class: 
color2

LHÍ á Háskóladeginum í Reykjavík

Háskóladagurinn 2024 fer fram laugardaginn 2. mars milli klukkan 12:00 – 16:00.*

Listaháskóli Íslands býður gesti velkomna að Laugarnesvegi 91 þar sem allar námsleiðir skólans verða kynntar

Í boði verða tónleikar, viðburðir og sýningar, nemendur og starfsfólk verða á staðnum til þess að svara spurningum og hægt verður að fara í leiðsagnir um húsið.

*Þess má geta að LHÍ verður með opið í klukkustund lengur en aðrir háskólar eða til klukkan 16:00.

TÍMASETT DAGSKRÁ

12:00 Setning háskóladagsins 2024

Hádegisfyrirlestur // Benedikt Kristjánsson

Hádegisfyrirlestur tónlistardeildar
Benedikt Kristjánsson
2.febrúar kl.12:45 í Dynjanda, Skipholti 31.

Fyrsti hádegisfyrirlestur tónlistardeildar LHÍ fer fram í Dynjanda þann 2.febrúar kl.12:45.
Gestur okkar að þessu sinni er söngvarinn Benedikt Kristjánsson. Benedikt mun fjalla um störf sín sem staðarlistamaður í Bonn á Beethoven hátíðinni árið 2022. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

 

Gleym mér ei // röð hádegistónleika í Hafnarhúsinu

Gleym mér ei hádegistónleikaröð
7.febrúar - 20.mars 2024

Nemendur í söng og hljóðfæraleik við tónlistardeild
Listaháskóla Íslands gleðja gesti og gangandi með ljúfum hádegistónum á miðvikudögum í Hafnarhúsinu - Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Tónleikaröðin ber titilinn Gleym mér ei og er fastur liður á hverju misseri. Efnisskráin fléttast í kringum hin ýmsu viðfangsefni hverju sinni allt frá miðaldartónlist til söngleikja nútímans.
Tónleikaröðin er unnin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

Brautartónleikar tónlistardeildar haust 2023

Brautartónleikar tónlistardeildar
haust 2023

Nemendur tónlistardeildar kynna afrakstur annarinnar með nokkrum tónleikum á tímabilinu 30.nóvember - 13.desember. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana og öll hjartanlega velkomin. 

Dagskrá //

30.nóvember í Dynjanda
kl. 17:00 söngnemendur
kl. 19:30 söngnemendur

6.desember í Dynjanda
kl. 20:00 skapandi tónlistarmiðlun

8.desember í Dynjanda
kl. 18:00 selló og kammer
kl. 19:30 víólur