Class: 
color2

Rytmísk kvöld í Stúdentakjallaranum

Rytmísk kvöld í Stúdentakjallaranum

Fjórir Rytmískir samspilshópar frá tónlistardeild LHÍ skemmta gestum og gangandi með lifandi tónlist í Stúdentakjallaranum í vetur.
Rytmískir mánudagar verða tveir að þessu sinni en í lok mars mun hver hópur eiga sviðið í eina kvöldstund á fjögurra daga festivali.
Aðgangur er ókeypis og sérkjör á mat og drykk fyrir háskólanema gegn framvísun nemendaskírteinis.

Dagskrá 

Rytmískir mánudagar kl.20:00

6.febrúar
27.febrúar

Rytmískt festival kl.20:00 

Marg-­rými : Innsetning eftir Stijn Brinkman

Stijn Brinkman
Marg-­rými : Innsetning 
22.01.23 // Harpa - Flói

Útskriftarverk Stijn Brinkman verður flutt í Hörpu þann 22.janúar. Stjin er skiptinemi frá Hollandi en hann lýkur meistaranámi í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi. Marg-rými er rannsókn sem gerir tilraunir á mörkunum sem endalaust skarast í sýningarrýminu, grefur undan þeim og enduruppgötvar.

Innsetningin stendur yfir frá kl.11:00 til 20:00 en flutningur fer fram í þrígang yfir daginn kl.12:00, 15:30 og 18:30. 

------------------------------------------------------------

RíT-málstofa // Personal Clutter

RíT-málstofa // Personal Clutter
23.01.23 kl.13:00 - Fræðastofa 1, Skipholti 31
---------------------------------------------------

Rannsóknastofa í tónlist (RíT) við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Myrka Músíkdaga 2023 bjóða Personal Clutter tónlistarhópnum í heimsókn til að kynna sína starfsemi og aðferðir með áherslu á samstarf.