Bakkalárnám í myndlist

Á BA stigi býður myndlistardeild upp á kennslu í hinum fjölbreyttu aðferðum samtíma listsköpunar, tækni og handverki auk listfræða listfræða í því markmiði  að hvetja nemendur til gagnrýninnar og skapandi hugsunar sem skilar sér með markvissri framsetningu á sjálfstæðum  myndverkum.
 
Á námstímanum geta nemendur valið um sérhæfingu innan helstu miðla og aðferða myndlistar, svo sem skúlptúrs, málunar, prents, innsetninga, ljósmyndunar, vídeós, hljóðs eða gjörninga. Engar miðlatengdar námsleiðir eru við deildina heldur er áhersla lögð á að nemendur kanni sjálfir fjölbreytilega möguleika til listsköpunar, hvort sem er í tvívíðum eða þrívíðum miðlum, og öðlist færni í verklegri framkvæmd jafnt sem fræðilegri hugsun.
 
Dagleg kennsla fer fram á tímabilinu kl. 8.30 –12.10 og frá kl.13.00 –16.40. Kennslu er skipt niður í mislöng  námskeið  allt frá einni  viku til fimmtán vikna. Námið felur í sér vinnu  á vinnustofu, fyrirlestratíma,  hópumræður og kynningar,  verkstæðiskennslu, þátttöku í sérverkefnum og sjálfstætt nám.
 
Frá kl. 8.30 –12.10 vinna nemendur sjálfstætt, sækja námskeið í listfræðigreinum eða í tækni og aðferðum. Frá kl. 13.00 til 16.40 sækja nemendur vinnustofur. Þær eru starfsvettvangur nemenda og leiðbeinenda.  Þar eru tekin fyrir margs konar verkefni sem tengjast listsköpun  svo sem hugmyndavinna, rannsóknir, aðferðir/tækni og sjálfstæð vinna.

 

Nafn námsleiðar: Bakkalárnám í myndlist
Nafn gráðu: BA
Einingar: 180 ECTS
Lengd náms: 6 annir – 3 ár
 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Opnað fyrir umsóknir: 8. janúar 2024

Umsóknarfrestur: 12. apríl 2024

Umsóknum svarað: Maí/júní 2024

UMSÓKNIR

Rafræn umsókn
Sérleiðbeiningar deildar

HAFA SAMBAND

Deildarfulltrúi myndlistardeildar, gudrunl [at] lhi.is

FLÝTILEIÐIR

Myndlist á Instagram
Skólareglur
Háskólalög
Skólagjöld LHÍ
Kennsluskrá LHÍ

Í deildinni gefast tækifæri til að þróa áfram eigin sjálfstæðu vinnubrögð. Það er enginn að halda í hendina á þér. Samtal við kennara eða aðstoð við tæknileg vandamál eru auðfundin ef þú ert forvitin og dugleg að spyrja. Með samtali lærði ég að þróa verkin mín lengra, og sjá með fleiri augum en mínum tveimur. Það var mjög gagnlegt að vera í opnu vinnurými, þar sem bekkjarsystkini eru ekki langt undan fyrir næstu umræðu, kaffipásu og tilvistarkreppu.

Bára Bjarnadóttir, myndlistarmaður.