Meistaranám í hönnun

Athugið að ekki er tekið við umsóknum í meistaranám í hönnun fyrir skólaárið 22/23, en hægt verður að sækja um á næsta ári.
 
Í meistaranámi í hönnun er fjallað um ólíka veruleika og valkosti og sjónum beint að lifandi sambandi þess hlutbundna og þess óhlutbundna.
 
Í náminu er unnið markvisst með sérkenni Íslands í því skyni að skilja umheiminn og ólíkar tengingar milli hins staðbundna og þess alþjóðlega.
 
Við bjóðum fólki úr ólíkum greinum, hönnun, listum, vísindum og hugvísindum til að slást í för með okkur á ókannaðar slóðir. 
 
Meistaranám í hönnun við Listaháskóla Íslands byggir á tilraunakenndum vinnustofum, nánd við viðfangsefni og persónulegri leiðsögn.
 
Yrkisefni ímyndunaraflins og raunveruleg og aðkallandi verkefni í samtímanum eru höfð að leiðarljósi þar sem viðfangsefni námsins snúa að hönnun annarra veruleika, áður óþekktra valkosta og framtíðarmöguleika. 
 
Thomas Pausz er fagstjóri námsins.

 

Nafn brautar: Meistaranám í hönnun
Nafn gráðu: MA
Einingar: 120 ECTS
Lengd náms: 4 annir – 2 ár
 

Frá fagstjóra

The MA Design: Explorations & Translations at the Iceland University of the Arts brings together the complementary practices of applied design and fictional/speculative design to deal with contemporary issues of related to the Environment and rapidly evolving technological landscape. Our international faculty leads courses in critical material and technological innovation and systems thinking, mapping the landscape and industries of Iceland as an experimental ground reflecting the global context. Based on thorough research and an experimental process, the students´ projects are interdisciplinary in essence. They are manifested through relevant media, from material prototypes to publications, video and virtual / augmented reality media works, and have been exhibited and awarded internationally.
 
Thomas Pausz, MA Design Programme Director on behalf of the Design and Architecture Department at Iceland University of the Arts (LHI).