Meistaranám í hönnun
Athugið að ekki er tekið við umsóknum í meistaranám í hönnun fyrir skólaárið 22/23, en hægt verður að sækja um á næsta ári.
Í meistaranámi í hönnun er fjallað um ólíka veruleika og valkosti og sjónum beint að lifandi sambandi þess hlutbundna og þess óhlutbundna.
Í náminu er unnið markvisst með sérkenni Íslands í því skyni að skilja umheiminn og ólíkar tengingar milli hins staðbundna og þess alþjóðlega.
Við bjóðum fólki úr ólíkum greinum, hönnun, listum, vísindum og hugvísindum til að slást í för með okkur á ókannaðar slóðir.
Meistaranám í hönnun við Listaháskóla Íslands byggir á tilraunakenndum vinnustofum, nánd við viðfangsefni og persónulegri leiðsögn.
Yrkisefni ímyndunaraflins og raunveruleg og aðkallandi verkefni í samtímanum eru höfð að leiðarljósi þar sem viðfangsefni námsins snúa að hönnun annarra veruleika, áður óþekktra valkosta og framtíðarmöguleika.
Thomas Pausz er fagstjóri námsins.