Vöruhönnun

Viðfangsefni vöruhönnuða eru síbreytileg, í takti við þær áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir á hverjum tíma. Vöruhönnuðir leita leiða til að fræða, vekja fólk til umhugsunar, tækla vandamál, fegra umhverfið og vinna að bættu samfélagi.
 
Staðbundnar aðstæður eru kannaðar í hnattrænu samhengi og hönnun nýtt sem afl til umbóta.
 
Í náminu kynnast nemendur fjölbreyttum tækjum og tólum sem þau geta nýtt til að móta og miðla hugmyndum sínum á skapandi hátt. Þau hljóta auk þess þjálfun í að vinna hönnunarverkefni í samstarfi við félög, fyrirtæki og stofnanir í samfélaginu á borð við Matís, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Litla-Hraun.
 
Meðal þess sem nemendur á námsleiðinni hafa fengist við á undanförnum árum eru verkefni á sviði matarhönnunar, efnisrannsókna, staðbundinnar framleiðslu og getgátuhönnunar (e.speculative design).  
 
Námið er opið og gefur svigrúm fyrir hvern nemanda til að nálgast verkefnin eftir eigin áhugasviði og styrkleikum. Talsverð áhersla er lögð á miðlun verkefna, ljósmyndun, myndbandagerð og textaskrif og enda allir nemendur með eigin vefsíðu þar sem verkefnum er miðlað á skýran hátt.

 

 

Nafn námsleiðar: 
Bakkalárnám í vöruhönnun
Nafn gráðu: BA
Einingar: 180 ECTS
Lengd náms: 6 annir – 3 ár
 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Opnað fyrir umsóknir: 8. janúar 2024

Umsóknarfrestur: 12. apríl 2024

Umsóknum svarað: Maí/júní 2024

UMSÓKNIR

Rafræn umsókn
Sérleiðbeiningar deildar

HAFA SAMBAND

hafdis [at] lhi.is (Hafdís Harðardóttir), deildarfulltrúi

FLÝTILEIÐIR

Vöruhönnun á Instagram
Skólareglur
Háskólalög
Skólagjöld LHÍ
Kennsluskrá LHÍ

 

Frá fagstjóra

When you look at an object, what do you think? It’s ugly. It’s beautiful. I would like to have it in my house, or I could have done it better. The simple action of looking at an object has an effect on us. It makes us think, and this thinking is not neutral.
 
The field of product design is reaching a tipping point. Products are not only useful or beautiful, they are not passive, they are active characters in our world story. They have power to change our landscapes making us carve mountains for rare-earth minerals; to change our daily lives creating jobs, even villages around production; most of all they have the power to change how we think, how many steps did you walk today? And how do you feel about that?
 
In the BA product design, we invite students to reflect and analyze our current modes of production and consumption of things, from their own perspective. We teach students the foundations of making, the language and basic tools of the design profession. We train students in systematic thinking, looking at the object and its connection to the world. At the end of the program, students are able to propose meaningful alternative designs that have the power to improve our human and more-than-human societies according to the constant change of thoughts, values and beliefs.