Vöruhönnun

Viðfangsefni vöruhönnuða eru síbreytileg, í takti við þær áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir á hverjum tíma. Vöruhönnuðir leita leiða til að fræða, vekja fólk til umhugsunar, tækla vandamál, fegra umhverfið og vinna að bættu samfélagi.
 
Staðbundnar aðstæður eru kannaðar í hnattrænu samhengi og hönnun nýtt sem afl til umbóta.
 
Í náminu kynnast nemendur fjölbreyttum tækjum og tólum sem þau geta nýtt til að móta og miðla hugmyndum sínum á skapandi hátt. Þau hljóta auk þess þjálfun í að vinna hönnunarverkefni í samstarfi við félög, fyrirtæki og stofnanir í samfélaginu á borð við Matís, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Litla-Hraun.
 
Meðal þess sem nemendur á námsbrautinni hafa fengist við á undanförnum árum eru verkefni á sviði matarhönnunar, efnisrannsókna, staðbundinnar framleiðslu og getgátuhönnunar (e.speculative design).  
 
Námið er opið og gefur svigrúm fyrir hvern nemanda til að nálgast verkefnin eftir eigin áhugasviði og styrkleikum. Talsverð áhersla er lögð á miðlun verkefna, ljósmyndun, myndbandagerð og textaskrif og enda allir nemendur með eigin vefsíðu þar sem verkefnum er miðlað á skýran hátt.

 

 

 

Nafn brautar: Vöruhönnun
Nafn gráðu: BA
Einingar: 180 ECTS
Lengd náms: 6 annir – 3 ár
 
 

Frá fagstjóra

Elín Margot, fagstjóri í vöruhönnun