Háskólakennarar geta sótt um styrki til að sinna gestakennslu hjá samstarfsháskóla eða starfsþjálfun í tvo til 60 daga. Starfsfólk háskóla getur sótt starfsþjálfun erlendis, s.s. með þátttöku á fagtengdum námskeiðum eða vinnustofum, starfskynningum (job shadowing), eða skipulögðum heimsóknum til samstarfsháskóla. Háskólar geta einnig boðið fulltrúum fyrirtækja í öðrum þátttökulöndum að sinna gestakennslu í sínum skóla.
Hægt er að sinna gestakennslu eða fara í starfsþjálfun í öllum þátttökulöndum Erasmus+. Þessi lönd eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands, Serbíu og Norður-Makedóníu. Einnig er hægt að fara til landa sem ekki flokkast sem þátttökulönd, ef heimaskóli heimilar og hefur til þess fjármagn. Sömuleiðis geta íslenskir háskólar boðið starfsfólki fyrirtækja að sinna gestakennslu í sínum skólum.
Kennarar og starfsmenn geta sótt um styrki til annarra landa en þátttökulanda. Háskólar geta einnig boðið til sín kennurum og starfsmönnum samstarfsskóla utan Evrópu og veitt þeim styrk. Umsóknarfrestur er í janúar ár hvert.