Grafísk hönnun
Nám í grafískri hönnun býr nemendur undir að takast á við fjölbreytt verkefni á sviði grafískrar hönnunar. Nemendur vinna meðal annars með myndlýsingar og letur, upplýsingahönnun, mörkun og grafískar útfærslur fyrir ólíka miðla. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér skapandi og gagnrýna hugsun og skilning á viðfangsefnum sínum frekar en að festa sig í tæknilegum takmörkunum eða hefðum. Þær breytingar og þróun sem eiga sér stað í samfélaginu og umverfi hönnuða eru settar í samhengi við ýmsa þætti námsins og áhersla lögð á að nemendur verði meðvitaðir um ábyrgð grafískra hönnuða og möguleika þeirra í síbreytilegu samfélagi.
Að loknu námi til BA-gráðu eiga nemendur að vera færir um að vinna á sjálfstæðan og skapandi hátt að ólíkum verkefnum á sviði grafískrar hönnunar.