Grafísk hönnun

 

 

smelltu hér.png
 

 

Nám í grafískri hönnun býr nemendur undir að takast á við fjölbreytt verkefni á sviði grafískrar hönnunar. Nemendur vinna meðal annars með myndlýsingar og letur, upplýsingahönnun, mörkun og grafískar útfærslur fyrir ólíka miðla. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér skapandi og gagnrýna hugsun og skilning á viðfangsefnum sínum frekar en að festa sig í tæknilegum takmörkunum eða hefðum. Þær breytingar og þróun sem eiga sér stað í samfélaginu og umverfi hönnuða eru settar í samhengi við ýmsa þætti námsins og áhersla lögð á að nemendur verði meðvitaðir um ábyrgð grafískra hönnuða og möguleika þeirra í síbreytilegu samfélagi.
 
Að loknu námi til BA-gráðu eiga nemendur að vera færir um að vinna á sjálfstæðan og skapandi hátt að ólíkum verkefnum á sviði grafískrar hönnunar.

Námsbraut í grafískri hönnun from Listaháskóli Íslands - IUA on Vimeo.

Nafn brautar: Grafísk hönnun
Nafn gráðu: BA
Einingar: 180 ECTS
Lengd náms: 6 annir – 3 ár

Frá fagstjóra

Grafísk hönnun er í senn áþreifanleg og ósýnileg. Hún er samfélags- og tæknibreytingum háð en býr engu að síður yfir mjög breiðu sviði tækifæra sem bjóða jafnframt upp á óteljandi möguleika. Ein besta leiðin fyrir fagið til að dafna og blómstra er stöðugt endurmat og endurskilgreiningar. Við erum opin og berskjölduð gagnvart því að í hverju samhengi fyrir sig þarf að meta nýjar breytur og aðstæður. Við viljum vera ábyrgir gagnrýnendur og upplýsendur sem við byggjum á stoðum sögulegrar þekkingar og horfum til þess að leggja okkar af mörkum sem þáttakendur í samtalinu um jákvæða þróun samfélags.

Birna Geirfinnsdóttir, lektor og fagstjóri í grafískri hönnun.