Listaháskóli Íslands býður fjölbreytt nám á fræðasviði lista.
Flestar námsleiðirnar eru á fyrsta námsstigi sem leiða til BA eða B.Mus.
gráðu. Það er þriggja ára nám og nemendur ljúka að lágmarki 180
einingum.

Jafnframt er boðið sérstakt diplómanám ætlað nemendum sem enn
stunda almennt nám á framhaldsskólastigi, en standast kröfur
Listaháskólans um kunnáttu og færni í tónlist. Í listkennsludeild er
einnig boðið diplómanám til kennsluréttinda á meistarastigi.

Í hönnunar- og arkitektúrdeild, listkennsludeild, myndlistardeild og tónlistardeild er boðið meistaranám. Flestar námsleiðir í meistaranámi leiða til MA gráðu en í  sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi hljóta nemendur MMus gráðu og í
listkennsludeild ljúka nemendur ýmist með MA eða MArtEd gráðu.

Við skipulag náms við Listaháskólann er miðað við að 1 eining
jafngildi 25-30 vinnustundum fyrir nemandur. Fullt nám er
60 einingar á ári, 30 á hvorri önn.