Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Myndir frá opnun Visible Spectrum

  • 25.maí 2025

Samsýning meistaranema í myndlist opnaði 10 maí síðastliðin með pompi og prakt í Nýlistasafninu. Sýningin bar nafnið Visible spectrum og eru níu nemendur sem að útskrifast úr meistaranám í myndlist að þessu sinni. Það eru þau: Emil Gunnarsson, Heimir Snær Sveinsson, Jiayan Chen, Marzieh Amiri, Nicole Desautels, Sandijs Ruluks, Sunniva Allanic, Vala Sigþrúðar Jónsdóttir og Wanxin Qu. Sýningarstjóri var Daníel Björnsson.

Kristín Eysteinsdóttir rektor Listaháskólans setti sýninguna og hrósaði hún sýningunni og þakkaði Nýlistasafninu fyrir samstafið síðustu árin. Sýningin var vel sótt og hlaut góðar undirtektir.

Sýningunni lauk síðan í gærkvöldi og markar það endalok sýningarinnar þar sem að útskriftarnemendur hafa ýtt mörkum fagurlistar með nýstárlegum vinnubrögðum sínum.

Eygló Gísladóttir tók myndir af opnuninni.

Aðrar fréttir og greinar