Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuÚtskriftarsýning meistaranema í arkitektúr (M.Arch) opnaði á laugardaginn síðasta í Lestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu. Sýningin ber heitið Architectures for care eða Arkitektúr til samhygðar á íslensku. Þar sýna þrettán arkitektar framtíðarinnar útskriftarverk sín.
Arkitektarnir sem að sýna verk sín í safna húsinu eru: Amal Sneih Abou Farrag, Birta Fönn Kristbjargardóttir Sveinsdóttir, Fred Wilson Hendry Briars, Gísli Hrafn Magnússon, Heiðdís Helgadóttir, Helga B Þorvarðardóttir Kjerúlf, Íma Fönn Hlynsdóttir, Laufey Jakobsdóttir, Lárus Freyr Lárusson, Pétur Jónsson, Samúel Aron Laufdal Guðlaugsson, Sandra Dögg Þorsteinsdóttir og Victor Óli Búason. Sýningarstjóri er Jan Dobrowolski.
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Safnahúsið á opnun sýningarinnar, enda veðrið í miðbænum með besta móti á laugardaginn. Sýningin mun standa opin til 1 júní á opnunartíma Safnahússins.
Gísli Hrafn hlaut fræðslustyrk Steypustöðvarinnar.
Á Fræðsluþingi Steypustöðvarinnar 2025 í janúar var hlaut Listaháskólinn styrk að upphæð 500 þúsund krónum. Steypustöðin og Akrkitektúrdeild Listaháskólans afhentu styrkinn á opnuninni og var það hann Gísla Hrafn Magnússon sem að hlaut styrkinn. Sérstök valnefnd fór yfir öll útskriftarverkefni og var hönnun hans Gísla valin.
Umsögn um verkefnið: „MArch ritgerðin „Aesthetics of Survivalism“ eftir Gísla Hrafn Magnússon hlýtur Fræðslustyrk Steypustöðvarinnar (FS25) fyrir hugmyndafræðilegan skýrleika, framúrskarandi hönnun og mikilvægi fyrir byggingarlistaráskoranir samtímans. Verkið sýnir gott jafnvægi milli sköpunargáfu, tæknikunnáttu og gagnrýninnar hugsunar, sem leiðir af sér verkefni sem er bæði nýstárlegt og þroskandi.“