Class: 
color2

Tónlistardagur Halldórs Hansen

Tónlistardegi Halldórs Hansen verður fagnað í Salnum, Kópavogi, 24. maí kl. 17:00. 

Garðar Cortez, söngvari, og Ólöf Kolbrún Harðardóttir, söngkona, halda erindi um kynni sín af Halldóri.

Halldór var mörgum helstu tónlistarmönnum landsins, ekki síst söngvurum, mikill liðsauki og hugljómun vegna tónlistarþekkingar sinnar alla sína tíð. 

Baldvin Ingvar Tryggvason, sem verðlaunaður var árið 2014, leikur á klarínett. 

Tónleikar - KHIO OG LHi

Góðir gestir frá Osló

Kór leiklistarháskólans KHIO Í OSLÓ í samstarfi við nemendur sviðslistadeildar og tónlistardeildar Listaháskóla Íslands halda sameiginlega kórtónleika í Safnahúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 12. Maí kl. 15:30

Kórarnir flytja sameiginlega dagskrá sem er afrakstur tveggja daga kórvinnubúða ásamt annarri dagskrá sem hvor hópurinn flytur.  

Stjórnendur eru Björk Jónsdóttir og Jan Tariq Rui-Raman
Meðleikur: Kjartan Valdimarsson

Sónata: Ævintýraópera fyrir börn

Sunnudaginn 6. maí klukkan 16 verður sett upp í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði ævintýraóperan Sónata eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Messíönu Tómasdóttur en að sýningunni stendur sviðslistahópurinn Magga, Dísa og Sigga sem hefur á að skipa núverandi og fyrrverandi nemendum tónlistardeildar Listaháskóla Íslands.

Markmiðið er að tónlist, saga og tölvuheimur fléttist saman í heildstæða frásögn í uppfærslunni en sýningin tekur um 50 mínútur og börn sérstaklega velkomin.

Listrænir aðstandendur sýningarinnar:

Séð frá tungli / tónlistarmenn framtíðarinnar

Tónleikadagskrá í Hallgrímskirkju laugardaginn 28. apríl klukkan 14. Á efnisskrá er tónlist eftir Jórunni Viðar, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson en öll eiga þau stórafmæli á árinu. 

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni tónlistardeildar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju. 

Fram koma tónlistarnemendur við tónlistardeild LHÍ. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Efnisskrá:

Ómur, Ymur, Din, Dyn, Geimur (sound art)

Þriðjudaginn 1. maí verður opnuð sýningin „ómur, ymur, din, dyn, geimur“ í Gallerí RÝMD við Völvufell 13 - 21 í Efra-Breiðholti. Sýningin verður opin frá 18 - 21.
Allir velkomnir - aðgangur ókeypis.

„ómur, ymur, din, dyn, geimur“ er hópsýning þar sem flutt verða ný verk sem byggja á hljóði sem efniviði eða hljóði sem myndgerist í gegnum tví- og þrívíð verk, gjörninga og uppákomur.

Listamenn sem verk eiga á sýningunni:

COWs #6 // Carolyn Chen & more

Tónleikaröðin COWs samanstendur af þrennum tónleikum sem fara fram á vormisseri 2018 í Mengi. Á tónleikunum er flutt tilraunakennd tónlist af ýmsum toga eftir tónskáld hvaðanæva að. Á þriðju og síðustu tónleikum annarinnar er bandaríska tónskáldið Carolyn Chen í forgrunni en einnig hljóma verk eftir Birgit Djupedal og Einar Torfa Einarsson.

RíT-fyrirlestur: Bryn Harrison

Rannsóknarstofa í tónlist (RíT), í samstarfi við tónleikaröðina Hljóðön, býður breska tónskáldið Bryn Harrison velkomið föstudaginn 20. apríl.

Bryn heldur fyrirlestur um eigin verk með áherslu á tíma, minni og endurtekningu. Fjallað verður um verkin Vessels (2012), Receiving the Approaching Memory (2014) og Piano Quintet (2017). Bryn mun kynna nálgun sína á hringlaga formgerðum og hvernig hann hefur stuðst við þær í þanlöngum verkum.

Tónlistardeild, stofa 633, föstudaginn 20. apríl kl. 14:00. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.