Rekstur eftirtalinna verkstæða myndlistar- og hönnunar- og arkitektúrdeilda er sameiginlegur og eru verkstæðin því opin öllum nemendum í báðum deildum. Þar fer fram kennsla og jafnframt aðstoða umsjónarmenn nemendur og kennara við úrlausnir verkefna.

Bóka þarf tíma fyrirfram hjá umsjónarmönnum verkstæða.

Nemendur þurfa að hafa lokið tilteknum námskeiðum til að hafa aðgang að stóru verkstæðunum í Laugarnesi og einnig þurfa þeir að undirrita samning við skólann um notkun og umgengi á verkstæðum.

Samningur um aðgang að verkstæði

Forstöðumaður verkstæða er: Hreinn Bernharðssonjoi [at] lhi.is (,) 5452206

Ljósmynda- og myndvinnsluver – Laugarnesvegi 91
Í myndvinnsluveri fer fram vinna með filmur, stafræna myndvinnslu og útprentun í miklum gæðum og stóru formati. Í ljósmyndaveri er aðstaða til að vinna lit og svart/hvítar myndir, bæði filmur og stækkanir.
Umsjónarmenn: Claudia Hausfeld og Anne Rombach s. 520 2413

Almenn smíðaverkstæði – Laugarnesvegi 91
Í smiðjunni í Laugarnesi eru trésmíða- og járnsmíðaverkstæði. Á trésmíðaverkstæðinu er aðstaða og tæki til að vinna flest verk. Á járnsmíðaverkstæðinu er aðstaða til almennrar vinnu við járn og aðra málma svo sem skurð, raf- og logsuðu. Jafnframt er í tengslum við verkstæðin aðstaða til mótunar og afsteypu. Einnig er þar leirofn.
Umsjónarmaður: Oddur Vilhelm Guðmundsson

Prentverkstæði – Laugarnesvegi 91
Nemendur hafa aðgang að verkstæðinu til að útfæra hugmyndir sínar í prentmiðla. Verkstæðið er vel búið tækjum og áhöldum fyrir flestar prentaðferðir. Í tengslum við verkstæðið eru tæki og aðstaða til innrömmunar.
Umsjónarmenn: Sigurður Atli Sigurðsson og Leifur Ýmir Eyjólfsson (haustmisseri 2016), s. 520 2415

Verkstæði – Þverholti 11
Á jarðhæð í Þverholti er smíða- og mótunarverkstæði búið tækjum og áhöldum fyrir tré- og málmvinnu ætlað almennri verkefnavinnu nemenda hönnunar- og arkitektúrdeildar.
Á módelverkstæði er einnig að finna laserskera og þrívíddarprentara (plast) sem nemendur skólans geta nýtt í í verkefnum sínum.
Umsjónarmaður: Hreinn Bernharðsson

Eftirtalin verkstæði tilheyra fyrst og fremst ákveðnum deildum, en nemendur annarra deilda geta haft aðgang að þeim uppfylli þeir tiltekin skilyrði og sé því við komið. Bókanir fara í gegnum viðkomandi deildarskrifstofu eða hjá þjónustufulltrúa.

Vídeóver – Laugarnesvegi 91
Í boði er aðstaða fyrir nemendur myndlistardeildar, sem vilja búa til og vinna með vídeó og hljóð. Hægt er að vinna með gagnvirka tækni. Velja má ólíkar aðferðir vídeó-og hljóðgerðar, meðhöndlun og úrvinnslu í sambandi við aðra listmiðla svo sem innsetningar, vídeó, gjörninga, spuna, tónleika og internet. Til þess að vinna á verkstæðinu þurfa nemendur að hafa lokið tilteknum námskeiðum og/eða hafa þekkingu og kunnáttu til þess að vinna með tækin.
Umsjónarmaður: Sigurð Guðjónsson (í leyfi á haustmisseri 2016), Þorbjörg Jónsdóttir (haustmisseri 2016)

Textílverkstæði – Þverholti 11
Á jarðhæð er textílverkstæði þar sem aðstaða er fyrir þrykk og litun efna og á vinnustofu fatahönnunarnema á 2. hæð er aðstaða til sniða og sauma.

Umsjónarmaður: Helga Pálína Brynjólfsdóttir

Hljóðupptökuver - Sölvhólsgötu 13

Í húsnæði tónlistardeildar á Sölvhólsgötunni er staðsett hljóðupptökuver sem rekið er af tónlistardeild. Hljóðverið er aðallega hugsað til upptöku á tónlistarflutningi. Til þess að vinna í hljóðverinu þurfa nemendur að hafa lokið tilteknu námskeiði og hafa kunnáttu í notkun þeirra tækja og hugbúnaðar sem þar eru.

Umsjónarmaður: Sveinn Kjartansson, s. 552 5020