Listaháskóli Íslands rekur tíu verkstæði í þremur byggingum. Verkstæðin hafa þróast innan deildanna en eru nú rekin sem sjálfstæð eining og þjóna nemendum þvert á deildir. Nemendur sækja bæði námskeið á verkstæðum og vinna þar sjálfstætt að verkefnum innan annarra námskeiða. Þau eru ekki síður hugsuð sem staður fyrir umræður, nýjar hugmyndir og skoðanaskipti milli kennara og nemenda þvert á námsstig og deildir. Verkstæðin tengjast fagvettvangi lista- og hönnunar með aðkomu kennara, gestalistamanna og rannsakenda bæði af fagvettvanginum og úr akademíunni.
Bóka þarf tíma fyrir fram hjá umsjónarmönnum verkstæða.
 
Forstöðumaður verkstæða
Sigurður Atli Sigurðsson - sigurduratli [at] lhi.is
 

Laugarnesvegur 91 

Ljósmyndaverkstæði
Á ljósmyndaverkstæði fer fram vinna með stafræna myndvinnslu á tölvum, skönnun og útprentun í miklum gæðum og stóru formati. Nemendur geta fengið að láni myndavélar og annan ljósmyndabúnað. Einnig er aðstaða til að framkalla svart/hvítar filmur og stækka myndir.
Umsjónarmenn: Hjördís Eyþórsdóttir – hjordiseythors [at] lhi.is og Claudia Hausfeld - claudia [at] lhi.is
 
Trésmíðaverkstæði
Á trésmíðaverkstæðinu er aðstaða til hverskonar vinnu í timbur. Verkstæðið er búið tækjum og áhöldum sem spanna allt frá grófri vinnu upp í nákvæmari fínni vinnu.
Umsjónarmaður: Oddur Wilhelm Guðmundsson - oddurw [at] lhi.is
 
Járnsmíðaverkstæði
Á járnsmíðaverkstæðinu er aðstaða til almennrar vinnu við járn og aðra málma svo sem mótun og samsetning málma og skurð, raf- og logsuðu.
Umsjónarmaður: Steinþór Hannes Gissurarson - steinthor [at] lhi.is
 
Mótaverkstæði
Aðstað er til mótunar og afsteypu. Einnig er þar leirofn.
Umsjónarmaður: Ragnhildur Stefánsdóttir - raggastefans [at] lhi.is
 
Prentverkstæði
Nemendur hafa aðgang að verkstæðinu til að útfæra hugmyndir sínar í prentmiðla. Verkstæðið er vel búið tækjum og áhöldum fyrir flestar prentaðferðir s.s. silkiþrykk, djúpþrykk, steinþrykk og risograph.
Umsjónarmenn: Linus Lohman – linus [at] lhi.is, Litten Nyström - litten [at] lhi.is og Joe Keys – joe [at] lhi.is
 
Innrömmunarverkstæði
Sameiginleg aðstaða prentverkstæðis og trésmíðaverkstæðis þar sem hægt er að ramma inn.
Umsjónarmaður: Joe Keys – joe [at] lhi.is
 
Videover
Nemendur hafa aðgang að verinu til að vinna video og fá stuðning við videogerð.
Umsjónarmenn: Bjarni Þór Pétursson - bjarnithor [at] lhi.is og Þorbjörg Jónsdóttir - thorbjorgj [at] lhi.is
 

Þverholt 11

Stafræn vinnsla og módelsmíði
Á verkstæðinu er lögð áhersla á stafræna vinnslu og er það búið þrívíddarprenturum, laserskera og fræsara. Verkstæðið er einnig búið tækjum og áhöldum af ýmsum toga sem í bland við stafræna vinnslu skapar umhverfi til frumgerðasmíða, módelsmíði og annara tilrauna, svo sem efnistilrauna.
Umsjónarmaður: Hreinn Bernharðsson - hreinn [at] lhi.is
 
Gagnvirkni
Á verkstæðinu er lögð áhersla á gagnvirkni og er þar boðið upp á stuðning við rafeindatækni, kóðun og aðra nýja tækni. Verskstæðið er búið öllum helsta tækjum og búnaði sem þarf á þessu sviði. Þar má nefna lóðboltar, leiga á örstýringum (Arduino o.s.frv.), skynjara og stýrivélar. Einnig vélbúnað eins og 360° myndavélar, sýndarveruleikagleraugu, LEAP hreyfiskynjunarbúnað og fleira.
Umsjónarmenn: Samuel Thornton Rees - samuelrees [at] lhi.is og Áki Ásgeirsson - aki [at] lhi.is
 
Textílverkstæði
Verkstæðið býður uppá úrlausnir í textílprenti, þá helst silkiþrykki. Það er útbúið löngu borði til að prenta símynstur og stórum bleksprautuprentara fyrir hverskyns stafrænt prent.
Umsjónarmaður: Litten Nyström - litten [at] lhi.is