Meistaranám í tónsmíðum

Í alþjóðlegu meistaranámi í tónsmíðum er lögð megináhersla á að efla og þroska nemandann sem listamann. Hverjum nemanda er gert kleift að finna, kanna og þróa eigin listsköpun hvað varðar tækni jafnt sem fagurfræði, óháð tónlistartegund, stefnu eða stíl.

Námið er einstaklingsmiðað. Auk tónsmíðanna velur nemandinn sér viðfangsefni sem styðja við sérsvið og áhugaefni hans sem tónskálds. Hann getur valið úr fjölbreyttri sérfræðiþekkingu innan skólans sem utan.

Ýmis námskeið eru í boði sem styðja við áherslusvið nemanda, jafnt í einkatímum sem hóptímum svo sem hljóðfærafræði, raftækni og hljóðfræði, tónlistarfræði, hljóðfæraleikur/söngur/stjórnun og tónlist í þverfaglegu samhengi.

Hægt er að velja um þrjár leiðir til lokaprófs í meistaranámi í tónsmíðum, tvær leiða til MA-gráðu og ein til MMus-gráðu.

Nemendur munu fá verk sín flutt af atvinnuhljóðfæraleikurum sem sérhæfa sig í flutningi nýrrar tónlistar. Frá árinu 2015 hefur Caput-hópurinn komið að flutningi verka nemanda í vinnustofum og útskriftartónleikum. Enn fremur má nefna Adapter, Strokkvartettinn Sigga, Hljómeyki og Spilmenn Ríkínis.

Hægt er að sækja um skiptinám á meistarastigi til um þrjátíu samstarfsskóla í Evrópu í eina eða tvær annir. 

MA Tónsmíðar from Listaháskóli Íslands - IUA on Vimeo.

Nafn brautar: Meistaranám í tónsmíðum
Nafn gráðu: MA/MMus
Einingar: 120 ECTS
Lengd náms: 4 annir – 2 ár.
Einnig er hægt að taka námið á 3 - 4 árum / 6 - 8 önnum.

„Ég flutti frá Noregi til Íslands til að hefja mastersnám í tónsmíðum í LHÍ fyrir tveimur árum síðan. Ég er mjög ánægð með valið mitt. Það er svo gaman að læra í skóla sem hefur eingöngu listabrautir. Það skapar möguleika á samvinnu milli brautanna sem gefur þér  innblástur.
Kennararnir er alltaf til í að hjálpa og koma með endurgjöf, og þeir fylgja þér alla leið frá hugmyndinni til lokaútgáfu verkefnisins. Ég er bráðum búin með námið í LHÍ og á þessum tveimur árum hafa bæði ég og listin mín þroskast.“

 

Birgit Djupedal