Bókasafn og upplýsingaþjónusta Listaháskóla Íslands er sérfræðisafn á sviði þeirra listgreina sem kenndar eru við skólann og er safnið stærsta listbókasafn landsins. 

Meginhlutverk safnsins er að veita nemendum og starfsfólki, auk annarra sem til skólans leita,  aðgang að fjölbreyttu efni um listir og menningu, s.s. fræðibókum, tímaritum, myndefni, leikhandritum, hljómplötum, diskum og nótnabókum en ekki síður að efla upplýsingalæsi nemenda og kennara með því að leiðbeina um notkun safnsins og aðstoða við leit  að upplýsingum í rafrænum gagnasöfnum.

Lánþegaskírteini eru gjaldfrjáls fyrir nemendur, kennara og starfsfólk LHÍ en aðrir lánþegar (utan skólans) greiða árgjald fyrir lánþegaskírteini samkvæmt gjaldskrá.

 

Ábendingar og fyrirspurnir um þjónustu bókasafnsins eða vefsíðu er hægt að senda til bokasafn [at] lhi.is