Class: 
color2

Gilitrutt - ópera fyrir fólk

Á meðal ótal tónleika á tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar í ár er frumflutningur barnaóperunnar Gilitrutt eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Hildigunnur mun af því tilefni fjalla um óperu sína og sköpunarferlið á bak við hana á málstofu sem fram fer í húsnæði tónlistardeildar í Skipholti 31, föstudaginn 26. janúar, klukkan 13:15. 

Glænýir tónar í Hallgrímskirkju

Fjölbreytt og spennandi músík mun hljóma á tónleikum tónlistardeildar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju næstkomandi laugardag, 27. janúar klukkan 14. Einleiksverk, kammerverk og ljóðasöngvar hljóma auk einleiksverks fyrir hið volduga Klais-orgel kirkjunnar en tónlistin er öll eftir tónsmíðanemendur LHÍ og í flutningi hljóðfæra- og söngnemenda tónlistardeildar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.