Meistaranám í myndlist

Frá og með haustönn 2020 er boðið upp á tvær námsleiðir á meistarastigi við myndlistardeild; meistaranám í myndlist og meistaranám í sýningagerð. Þessar námsleiðir eru kenndar samhliða, sem skapar nálægð milli meistaranema í myndlist og þess sviðs samtímalistar sem fæst við sýningagerð. Þessi nálgun gerir nemendum kleift að vinna hlið við hlið að þróun verkefni sinna og eiga í gagnrýnni samræðu sem mun draga fram sameiginleg sjónarmið sem og ólíka þætti þessara tveggja greina.
 
Meistaranám í myndlist er byggt upp á þannig að það styðji við framsækna listsköpun hvers og eins. Áhersla er lögð á sköpun og rannsóknarvinnu í því augnamiði að styrkja innsýn nemandans í hinn margbrotna heim samtímalistar. Við sækjumst eftir sveigjanleika og sérhæfingu í efnivið og aðferðum, sem krefst þess að þú sért fær um að staðsetja þig, rýna í og glíma við vandamál og aðstæður innan fagsins.
 
Þú munt tilheyra listrænu og vitsmunalegu samfélagi sem brennur fyrir samtímalist og listmenntun. Þú munt stunda nám í Reykjavík, í návígi við ört stækkandi en afar lifandi listasenu sem spannar fjölbreytt róf miðla. Eitt af sérkennum Listaháskóla Íslands er nálægð nemenda við aðrar listgreinar. Hvatt er til samstarfs þvert á listgreinar, hvort sem er milli einstaklinga eða í vinnustofum og sérstökum verkefnum.
 

 

Námsleið: Meistaranám í myndlist
Gráða: MA
Einingar: 120 ECTS
Lengd náms: 4 annir – 2 ár
 

IMPORTANT INFORMATION

Opening of applications: January 8th 2024

Deadline: April 12th 2024

Application outcome: May 2024

APPLICATION

Electronic Application

CONTACT

gudrunl [at] lhi.is 
Departmental Coordinator

SHORT CUTS

Fine Art on Instagram

IUA Rules

Tuition 

Course Catalog