Rannsóknir fela í sér sjálfstæða vinnu á sérsviði viðkomandi starfsmanns sem miðlað er með opinberum hætti, hvort sem er á listrænu formi eða á fræðilegum vettvangi. Afraksturinn getur verið í öllum birtingarmyndum þeirra listsviða sem skólinn starfar á, s.s. sjónlistum, sviðslistum, tónlist eða á fræðilegum vettvangi.

Samkvæmt afstöðu skólans, samþykktri í fagráði á haustönn 2015, er afrakstur listrannsókna í öllum tilfellum tvennskonar í senn: annars vegar verk og hinsvegar greinandi umfjöllun (e. critical reflection). Til að afrakstur geti talist listrannsókn getur þetta tvennt ekki skilist í sundur.

Rannsóknanefnd hefur gefið út leiðarvísi um miðlun listrannsókna, þar sem kröfum skólans til listrannsakenda er lýst (sjá hér til hægri).

Skrásetning og mat
Sem liður í uppbyggingu gæðakerfis rannsókna var nýr gagnagrunnur tekinn í notkun árið 2010, sá eini sinnar tegundar í háskólasamfélaginu hér á landi í opnum aðgangi. Gagnabankinn er verkfæri til að safna saman á einn stað í stjórnsýslu skólans upplýsingum um sérsvið og afrakstur rannsóknastarfs. Akademískir starfsmenn með rannsóknahlutfall gera árlega grein fyrir þeirri virkni sem fellur undir þennan starfsþátt og skrásetja vinnu sína í gagnagrunninn. Skrásetningin er grundvöllur innra mat rannsókna við skólann, sem framkvæmd er árlega. 

Rannsóknahópur fagráðs hefur þróað viðmið fyrir mat á afrakstri á fræðasviði lista. Hér til hægri má lesa nánar um þessi viðmið og þróun þeirra.