Markmið með veitingu rannsóknaleyfa er að stuðla að uppbyggingu þekkingar á fræðasviði lista, styrkja stöðu Listaháskóla Íslands og auka gæði rannsókna innan hans.
 
Akademískum starfsmönnum með skilgreint rannsóknahlutfall er gert kleift að helga sig sjálfstæðum rannsóknastörfum með því að leysa þá tímabundið undan öðrum starfsskyldum. Auglýst er eftir umsóknum í nóvember ár hvert. 
Lengd rannsóknaleyfa eru rúmir 4 mánuðir (17 vikur, eða 85 vinnudagar), og miðað er við að þrjú ár líði á milli rannsóknaleyfa.
 
Skilyrði er að starfsmaður hafi verið virkur í rannsóknum í a.m.k. 3 ár við upphaf rannsóknaleyfis, og skal hann hafa gert grein fyrir rannsóknarafrakstri sínum í árlegu innra mati skólans. 
 
Starfsmenn sem hlotið hafa rannsóknaleyfi:
Tinna Gunnarsdóttir, prófessor hönnunar- og arkitektúrdeild, vor 2021
Sveinbjörg Þórhallsdóttir, prófessor sviðslistadeild, haust 2020
Bryndís Snæbjörnsdóttir, prófessor myndlistardeild, vor 2020
Hróðmar I. Sigurbjörnsson, dósent tónlistardeild, haust 2019
Aðalheiður Guðmundsdóttir, lektor myndlistardeild, vor 2019
Jóhannes Dagsson, lektor myndlistardeild, haust 2018
Massimo Santanicchia, dósent hönnunar- og arkitektúrdeild, haust 2018
Hekla Dögg Jónsdóttir, prófessor myndlistardeild, haust 2017
Þorbjörg Daphne Hall, lektor tónlistardeild, vor 2017
Ásthildur Jónsdóttir, lektor listkennsludeild, haust 2016