Styrktarsjóður Halldórs Hansen var stofnaður 11. desember 2002. Halldór Hansen barnalæknir lét eftir sig mikið tónlistarsafn með um 10.000 hljómplötum, sem hann ánafnaði Listaháskóla Íslands í erfðaskrá ásamt öðrum eigum sínum sem skyldu renna í sérstakan sjóð í hans nafni.

Meginmarkmið sjóðsins eru að:

  • Styrkja uppbyggingu og styðja við tónlistarsafn Listaháskóla Íslands.​

  • Veita árlega styrk í nafni Halldórs Hansen til eins af tónlistarnemum Listaháskóla Íslands
 sem náð hefur framúrskarandi árangri að mati sjóðsstjórnar.