Nemendur geta sótt um styrk fyrir styttri námsdvölum sem eru í boði á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. Nemendur fá styrki í gegnum Nordplus áætlunina.
 
Nemendur geta farið í styttri námsdvöl hjá Norrænum eða baltneskum samstarfsskóla, eða til aðila á fagvettvangi.
 
Styttri námsdvalir geta tekið eftirfarandi form:
-Stutt skiptinámsdvöl (lágmarksdvöl 1 vika)
-Express námskeið (1-4 vikur)
-Starfsþjálfun (1-8 vikur)
-Þátttaka í sýningu hjá samstarfsskóla (KUNO)
 
Hægt er að finna auglýsingar um opin námsskeið í samstarfsskólum á vefsíðum viðkomandi samstarfsneta:
 
KUNO - myndlist
CIRRUS - hönnun
Norteas - sviðslistir
Nordplus Music - tónlist
Edda Norden - listkennsla
 
Nánari upplýsingar veitir alþjóðaskrifstofa (international [at] lhi.is)

Tengiliður vegna styttri námsdvala

Björg Stefánsdóttir, international [at] lhi.is