Meistaranám í sýningagerð

Athugið - Ekki verður tekið á móti umsóknum fyrir skólaárið 2024-25.
 
Frá og með haustönn 2020 er boðið upp á nýja námsleið í sýningagerð á meistarastigi við myndlistardeild. Þessi nýja námsleið er kennd samhliða meistaranámi í myndlist, sem skapar nálægð milli þess sviðs samtímalistar sem fæst við sýningagerð annars vegar og vinnuferla og verkefna nemenda sem þróa listrænar aðferðir sínar og færni á meistarastigi hinsvegar.
 
Þú munt tilheyra listrænu og vitsmunalegu samfélagi sem lítur á sýningagerð sem valkost í sérhæfingu innan fagheims myndlistar og sem vettvang er hvetur til nýstárlegra leiða til að skilgreina sýningagerð og listsköpun á okkar tímum. Námsleiðin verður kennd í samstarfi við menningarstofnanir og opinberann vettvang á Íslandi sem og í alþjóðlegu samhengi, með samstarfsverkefnum og námsskiptum við listaháskóla erlendis. Sem nemanda gefst þér færi á að vinna við hlið myndlistarfólks við að þróa verkefni og eiga í gagnrýnni samræðu sem dregur fram sameiginleg sjónarmið sem og ólíka þætti þessara tveggja greina í hinum margbrotna heimi samtímalistar.
 
Námið krefst þess af þér að þú glímir við spurningar og viðfangsefni sem tengjast hlutverki listarinnar í ólíku samhengi og rýnir í sýningagerð sem listrænt ferli er tekst á við pólitíska, siðferðislega og umhverfistengda þætti, spurningar og áskoranir. Hér er ekki litið á sýningagerð sem grein er einskorðast við myndlist heldur leið til að stofna til samtals við önnur svið kunnáttu og sérfræðiþekkingar.
 

 

Námsleið: Meistaranám í sýningagerð
Gráða: MA
Einingar: 120 ECTS
Lengd náms: 4 annir – 2 ár
 

IMPORTANT INFORMATION

Ekki verður tekið á móti umsóknum fyrir skólaárið 2024-25.

CONTACT

gudrunl [at] lhi.is
Departmental Coordinator

SHORT CUTS

Fine Art on Instagram

IUA Rules

Tuition 

Course Catalog