Hvers vegna skiptinám?

 
Að fara í skiptinám er einstakt tækifæri til að öðlast nýja sýn og kynnast menningu og samfélagi annarrar þjóðar.  Nemendur sem fara í skiptinám fá tækifæri til að mynda ný tengsl sem kunna að vara lengi eða jafnvel alla ævi.  Ljóst er að þeir sem velja þá leið að fara í skiptinám eru reynslunni ríkari þegar kemur að því að sækja um framhaldsnám eða önnur störf erlendis síðar á lífsleiðinni.  Jafnframt eru gerðar síauknar kröfur um reynslu og þáttöku í alþjóðlegu samstarfi á evrópskum vinnumarkaði.
 
 
Nemendum Listaháskólans stendur til boða að sækja um skiptinám í eina önn og fá það metið til eininga sem hluta af sínu námi.
Nemendur í BA námi skulu hafa lokið minnst 60 einingum áður en skiptinám hefst en nemendur í MA námi minnst 30.
 
Skiptinám er metið til eininga sem hluti af prófgráðu nemanda við heimaskóla. Samkvæmt samningum Erasmus greiða skiptinemar ávallt skólagjöld heimaskóla en ekki gestaskóla. 

 

 

Hvenær er best fyrir mig að fara?

Grafísk hönnun: haust- eða vormisseri 2. árs.
Fatahönnun: haust- eða vormisseri 2. árs.
Vöruhönnun: haust- eða vormisseri 2. árs.
Arkitektúr:  heilt ár eða vormisseri 2. árs
BA Myndlist: haustmisseri 2. árs eða vormisseri 2. árs
MA Myndlist: vorönn 1.árs
BA/BMus Tónlist: haustmisseri þriðja árs.
BMus Ed Tónlist: haustmisseri þriðja árs. Vinsamlegast ráðfærið ykkur við fagstjóra strax á fyrsta námsári.
Sviðshöfundabraut: skiptinám eða starfsnám á vormisseri 2. árs eða haustmisseri 3. árs.
Dansbraut: Öllum nemendum ber að fara í skiptinám eða starfsnám til 30 eininga á haustmisseri 3. árs.
 
Meistaranám allar brautir: Vinsamlegast ráðfærið ykkur við fagstjóra strax á fyrstu námsönn.
 
Skiptinámi á haustönn 3.árs skal vera lokið fyrir upphaf vorannar sem er útskriftarönn. 

 

Hvert get ég farið?

Listaháskólinn er í samstarfi við á annað hundrað háskóla í Evrópu auk nokkurra skóla í öðrum heimshlutum. Skoða samstarfsskólalista.
 
Nemendum er velkomið að skoða önnur tækifæri til nemendaskipta og kynna þær hugmyndir fyrir alþjóðaskrifstofu og fagstjóra. Hafa ber í huga að ekki eru í boði ferða- og uppihaldsstyrkir fyrir skiptinám utan Evrópu nema í undantekningartilfellum.
 
Þegar kemur að því að velja áfangastað fyrir skiptinám er farsælast að hafa eftirfarandi atriði í huga:
 
-að viðkomandi skóli bjóði námskeið og umhverfi sem þú sækist eftir
-að viðkomandi land eða borg sé spennandi áfangastaður
-að þar sé öflugt menningar- og listalíf
-að tungumálið sé þér annað hvort kunnugt eða þú sért tilbúin(n) til að nema það að einhverju marki. 

Ráðgjöf vegna skiptináms

international [at] lhi.is (subject: B%C3%B3ka%20vi%C3%B0tal) (Bóka viðtal)

international [at] lhi.is

Praktískar upplýsingar

Umsóknarferli

Undirbúningur skiptináms

Hvað er styrkurinn hár?

Samstarfsskólar

Erasmus-kóði LHÍ: IS REYKJAV06

Skiptinám til LHÍ (Incoming Exchange)

Umsóknarferli - Skiptinám til LHÍ

Upplýsingar fyrir erlenda nýnema