Rytmísk söng - / hljóðfærakennsla
Rytmísk söng- og hljóðfærakennsla er þriggja ára, 180 eininga B.Mus.Ed-nám sem hefst frá og með haustinu 2018.
Áhersla er lögð á fjölþætta þjálfun í rytmískum hljóðfæraleik eða söng með samspilskennslu sem meginmarkmið. Auk þess er áhersla lögð á kennslufræðitengdar greinar og önnur fræði.
Umtalsverð áhersla er á aukahljóðfæri, samspil og samspilskennslu. Miðað er við að nemendur búi yfir góðri þekkingu á víðu sviði rytmískrar tónlistar sem nýtist þeim við kennslu ungmenna við ólíkar aðstæður í fjölbreyttu samfélagi. Meðal sértækra námsgreina má nefna rytmíska kennslufræði, aukahljóðfæri og samspil, útsetningar, stjórnun, hljóðtækni, sálfræði og margt fleira.
Markmiðið er að við lok námsins séu nemendur færir um að kenna á aðalhljóðfæri sitt, helstu hliðargreinar rytmískrar tónlistar, samspil og grunntök á algengustu hljóðfæri rytmísks samspils; gítar, bassa, trommur, píanó/hljómborð, söng og handslagverk.