Rytmísk söng - / hljóðfærakennsla

Rytmísk söng- og hljóðfærakennsla er þriggja ára, 180 eininga B.Mus.Ed-nám. Námið býður upp á fjölþætta þjálfun í rytmískum hljóðfæraleik eða söng með spuna og samspilskennslu sem meginmarkmið. Áhersla er á kennslufræðitengdar greinar og önnur fræði. Nemendur fá þjálfun á aukahljóðfæri sem nýtast við samspilskennslu; píanó, gítar, bassa, trommur, handslagverk og söng. Einkatímar og samspil á aðalhljóðfæri er einnig mikilvægur hluti námsins og því eru möguleikar nemenda á að þroskast sem flytjendur umtalsverðir. Gestakennarar vinna með nemendum á hverri önn. Miðað er við að nemendur búi við námslok yfir góðri þekkingu á víðu sviði rytmískrar tónlistar sem nýtist þeim við kennslu ungmenna við ólíkar aðstæður í fjölbreyttu samfélagi. Meðal sértækra námsgreina má nefna spunatækni, samspil, rytmíska kennslufræði, samspilskennslu, útsetningar, stjórnun, hljóðtækni og sálfræði.

 

 

 

Markmiðið er að við lok námsins séu nemendur færir um að kenna á aðalhljóðfæri sitt, helstu hliðargreinar rytmískrar tónlistar, samspil og grunntök á algengustu hljóðfæri rytmísks samspils; gítar, bassa, trommur, píanó/hljómborð, söng og handslagverk. 
Fagstjóri rytmískrar söng- og hljóðfærakennslu ersigurdurflosason [at] lhi.is ( Sigurður Flosason), prófessor

 

Nafn námsleiðar: Söng-/hljóðfærakennsla
Nafn gráðu: B.Mus.Ed
Einingar: 180 ECTS
Lengd náms: 6 annir – 3 ár

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Opnað fyrir umsóknir: 8. janúar 2024

Umsóknarfrestur: 12. apríl 2024

Umsóknum svarað: Maí/júní 2024

UMSÓKNIR

Rafræn umsókn
Sérleiðbeiningar brautar

HAFA SAMBAND

Elín Anna Ísaksdóttir, elinanna [at] lhi.is
Sigurður Flosason, sigurdurflosason [at] lhi.is

 

Frá fagstjóra

„Með tilkomu kennarnáms í rytmískri tónlist við Listaháskóla Íslands haustið 2018 opnaðist í fyrsta sinn sá möguleiki að nemendur geti öðlast háskólagráðu í þessari tegund tónlistar hér á landi. Þetta var stórt og spennandi skref fyrir rytmíska tónlist og tónlistarkennslu á Íslandi. Vonir okkar standa til þess að útvíkka námið enn frekar á næstu árum með aukinni áherslu á tónlistarflutning og enn víðara svið tónlistar“

Sigurður Flosason