Skapandi tónlistarmiðlun

Athugið: Ekki verður tekið inn á brautina fyrir skólaárið 2024-2025

Nám í skapandi tónlistarmiðlun gefur tónlistarfólki tækifæri til að þróa eigin rödd við flutning og sköpun tónlistar og leggja grunn að starfsferli í fjölbreyttu samfélagi í stöðugri þróun.

Jafnhliða tímum í söng, hljóðfæraleik eða tónsmíðum þjálfast nemendur í skapandi samvinnu gegnum smiðjur, spuna og ýmis konar samspil. Þeir fá tilsögn í hópstjórnun og leiðtogafærni og vinna tónsköpunarverkefni á fjölbreyttum vettvangi.

Dæmi um viðfangsefni nemendahópsins eru árlegar smiðjur í Ísaksskóla í desember þar sem einn árgangur í senn semur, æfir og flytur nýtt frumsamið jólalag með nemendum LHÍ. 

Fagstjóri skapandi tónlistarmiðlunar er Gunnar Benediktsson, dósent.

 

 

Nafn námsleiðar: Skapandi tónlistarmiðlun
Nafn gráðu: BA
Einingar: 180 ECTS
Lengd náms: 6 annir – 3 ár
 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Ekki verður tekið inn á brautina fyrir skólaárið 2024-2025

 

UMSÓKNIR

Rafræn umsókn
Sérleiðbeiningar brautar

HAFA SAMBAND

Gunnar Ben, gunnarben [at] lhi.is

FLÝTILEIÐIR

Tónlistardeild á Instagram
Skólareglur
Háskólalög
Skólagjöld LHÍ
Kennsluskrá LHÍ

 

„Námið mitt við Listaháskólann opnaði augu mín fyrir þeim ótalmörgu möguleikum sem felast í umhverfi mínu sem tónlistarmaður.

Ég lærði að vinna í aðstæðum þar sem lokatakmark eða útkoma var alls ekki augljós, kynntist fólki með mismunandi sýn á lífið og listina, leit inn á við og náði betri tökum á minni eigin sannfæringu sem listamaður. Við útskrifumst ekki með lykil að einni starfsgrein, heldur vitneskjuna um að við sköpum okkar eigin tækifæri og verkfærakistuna reiðubúna.

Síðan ég útskrifaðist úr skapandi tónlistarmiðlun hef ég starfað við tónlist frá ýmsum hliðum, sungið, spilað, samið, hannað mínar eigin tónlistarvinnusmiðjur og stýrt þeim, kennt í tónlistarskólum, unnið mína eigin útvarpsþætti á útvarpi KrakkaRÚV, leiðsagt fólki um tónlistarhúsíð okkar Hörpu…en einnig eldað kvöldmat ofaní svanga túrista.

Lífið og listin leiðir mann nefnilega út um allar trissur.“

Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Tónlist fyrir alla
Skapandi tónlistarmiðlun
Skapandi tónlistarmiðlun

Frá fagstjóra

Nám í skapandi tónlistarmiðlun byggist á þjálfun í hljóðfæraleik og/eða söng, bæði með hryntónlist og sígilda og samtímatónlist sem viðfangsefni. Þjálfunin nýtist þeim sem hafa fjölþætta hæfileika og áhuga og reynslu til miðlunar og sköpunar á hvers konar hátt. Einnig eru dæmi um nemendur á námsleiðinni sem hafa menntast í tónsmíðum, hljómsveitar- eða kórstjórn. Þá eru samleikur, samsöngur, tónsköpun í hóp og skapandi tónlistarsmiðjur, sem byggja á samvinnu við skóla og aðrar stofnanir, stór þáttur í náminu, ásamt almennum kjarna fræðigreina sem nemendur á öllum námsleiðum taka.

Lögð er áhersla á haldgóða, almenna tónlistarþekkingu með það að markmiði að búa nemandann undir að takast á við ýmis konar tónlistariðkun og miðlun í síbreytilegu samfélagi sem gerir æ fjölbreytilegri kröfur til listamanna um að virkja ólíka hópa til skapandi hugsunar; samfélagi sem kallar á nýja kynslóð öflugra tónlistarmanna sem í síauknum mæli mun starfa jöfnum höndum við tónlistarflutning, sköpun, kennslu og miðlun af ýmsu tagi. 

Gunnar Benediktsson