Skapandi tónlistarmiðlun
Nám í skapandi tónlistarmiðlun gefur tónlistarfólki tækifæri til að þróa eigin rödd við flutning og sköpun tónlistar og leggja grunn að starfsferli í fjölbreyttu samfélagi í stöðugri þróun.
Jafnhliða tímum í söng, hljóðfæraleik eða tónsmíðum þjálfast nemendur í skapandi samvinnu gegnum smiðjur, spuna og ýmis konar samspil. Þeir fá tilsögn í hópstjórnun og leiðtogafærni og vinna tónsköpunarverkefni á fjölbreyttum vettvangi.
Dæmi um viðfangsefni nemendahópsins eru árlegar smiðjur í Ísaksskóla í desember þar sem einn árgangur í senn semur, æfir og flytur nýtt frumsamið jólalag með nemendum LHÍ.
Fagstjóri skapandi tónlistarmiðlunar er Gunnar Benediktsson, dósent.