Skilgreiningar á fyrirbærinu tónlist voru til umfjöllunar í hugvíkkandi fyrirlestri bandaríska tónlistarmannsins Anthony Burr við tónlistardeild LHÍ þriðjudaginn 5. febrúar. Heimsókn Anthony Burr er skipulögð af Rannsóknarstofu í tónlist (RíT) en Burr heldur jafnframt vinnusmiðju og kemur fram á Hugarflugi föstudaginn 9. febrúar.