Meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu M.MUS.ED

 
Meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu er sniðið að tónlistarskólakerfinu á Íslandi og er námsbrautinni ætlað að mæta menntunarþörf tónlistarkennara sem starfa innan þess eða hafa hug á því. Meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu er þverfaglegt nám á vegum tónlistar- og listkennsludeildar Listaháskóla Íslands. Meistaranámið er rökrétt framhald fyrir þá sem hafa lokið námi í hljóðfærakennslu á bakkalárstigi við tónlistardeild LHÍ. En það er ekki síður sniðið að tónlistarfólki og tónlistarkennurum sem eru með bakkalárgráðu eða aðra sambærilega menntun, starfandi kennurum í tónlistarskólum sem vilja efla sig í starfi og þróa.
 
Námið er tveggja ára fullt nám til 120 ects eininga en hægt er að taka námið með kennslu eða annarrri vinnu á þremur til fjórum árum og eru margir sem fara þá leið.
 
Einnig er í boði meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu með aðfaranámi og er námsleiðin hugsuð fyrir nemendur sem hafa lokið a.m.k. 120 einingum á bakkalárstigi eða sambærilegu námi á sviði tónlistar. Aðfaranámið er til þriggja ára, 180 einingar. Hver umsókn er metin sérstaklega.
 
 
 
 
Leiðarstef við mótun náms í söng- og hljóðfærakennslu er einstaklingsmiðun. Nemendur hafa um 18 einingar í svokölluðu áherslufagi sem þeir geta nýtt til að styrkja sig á völdu sviði.
Áherslufagið getur verið í formi hljóðfæra- eða söngtíma en einnig er hægt að velja aðrar áherslur. Dæmi um svið sem nemendur hafa valið sér er áhersla á spuna í kennslu, tónsmíðar í kennslu eða í raun á hvaða sviði sem nemendur telja mikilvægt til að efla færni sína á kennsluvettvangi. Við viljum sjá tónlistarnám þróast og styrkjast og þá er þessi þáttur námsins gríðarlega mikilvægur að okkar mati.
 
Fagstjóri meistaranáms í söng- og hljóðfærakennslu er elinanna [at] lhi.is (Elín Anna Ísaksdóttir).
 

 

Nafn námsleiðar: Meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu
Nafn gráðu: M.Mus.Ed.
Einingar: 120 ECTS
Lengd náms: 4 annir – 2 ár
 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Opnað fyrir umsóknir:  8. janúar 2024

Umsóknarfrestur: 13. maí 2024

Umsóknum svarað: Júní 2024

UMSÓKNIR

Rafræn umsókn
Sérleiðbeiningar námsleiðar

HAFA SAMBAND

elinanna [at] lhi.is (Elín Anna Ísaksdóttir)

FLÝTILEIÐIR

Skólareglur
Háskólalög
Skólagjöld LHÍ
Kennsluskrá LHÍ

 

 

Fagstjóri

Á Íslandi búum við við þau gæði að um allt land má finna öfluga starfsemi tónlistarskóla. Innan skólanna starfae vel menntað fólk og innviðir eru góðir. Það er sannfæring okkar að tónlistarnám sé öllum til góða og vonandi mun sú uppbygging sem átt hefur sér stað á Íslandi á sviði tónlistaruppeldis halda áfram að vaxa og dafna.
Það er hins vegar ekki sjálfgefið og við sem komum að þessum málaflokki þurfum að vera okkur meðvituð um hvernig best sé staðið að vexti þess og þróun.
Í síbreytilegum heimi samtímans er aukin áhersla á skapandi nálgun og nýsköpun auk mikilvægi miðlunar og samvinnu á ýmsim sviðum. Þetta kallar aðeinhverju leyti á aðrar og nýjar áherslur í skólakerfum og gegnir innihaldsrík og öflug kennaramenntun þar stóru hlutverki. Kennarar gegna lykilhlutverki í þróun náms og kennslu en gæði skólakerfis getur aldrei orðið betri en mannauðurinn sem þar starfar. Mikilvægt er að skoða hvernig hafa má áhrif á framþróun tónlistarnáms og tónlistarkennslu og hvernig hægt er að stuðla að aukinni áherslu á starfsþróun tónlistarskólakennara með bætt nám nemenda að leiðarljósi.
 
- Elín Anna Ísaksdóttir, fagstjóri í söng - og hljóðfærakennslu