Listkennsludeild

Í listkennsludeild eru þrjár námsbrautir; meistaranám í listkennslufræðum (MA / M.Art.Ed / MT), meistaranám í kennslufræðum (MA / M.Ed / MT) og diplómanám til kennsluréttinda (diplóma).
 
Innan námsbrautanna þriggja eru samtals fjórar námsleiðir:
Ýtið á hlekkina til að skoða kennsluskrá og nánari upplýsingar um námsleiðir:​
 
 
 

Umsóknarferli

Umsókn um nám í Listaháskóla Íslands er á stöðluðu rafrænu formi.
 
Umsóknarferlið er í tveimur skrefum, fyrst er sótt um og síðan er umsóknargjald borgað. Hægt er að vista umsókn á meðan verið er að vinna í henni.
 
Í listkennsludeild eru nemendur teknir einu sinni á ári og hefja nám á haustönn. 
 

Umsóknin

Til að umsókn sé fullgild þarf að greiða umsóknargjald og eftirfarandi gögn þurfa að berast Listaháskólanum:
 
1. Staðfest afrit af prófskírteinum (ljósrit gildir ekki)
 
2. Umsagnir tveggja meðmælenda
Umsækjendur verða að skila tveimur umsögnum frá meðmælendum, æskilegt að önnur umsögn sé tengd námi og hin vinnu. Hver umsögn ætti ekki að vera lengri en ein síða og hægt er að skila henni á íslensku eða ensku. Umsækjendur skrifa nöfn og netföng tveggja umsagnaraðila í þar til gerðan reit í umsókninni.
 
Þegar umsækjendur ýta á sækja um, þá fá umsagnaraðilarnir póst frá LHÍ þar sem þeir eru beðnir um að senda umsögn um viðkomandi umsækjanda. Þegar umsagnaraðilarnir hafa sent umsögnina þá fá umsækjendur póst um búið sé að hlaða umsögninni upp í umsóknina.
 
3. Greinargerð: Ástæður umsóknar
Í þessari greinagerð eru umsækjendur vinsamlegast beðnir um að gera grein fyrir því hvaða þýðingu þeir telja að námið hafi fyrir sig og hvað þeir telja eftirsóknarvert við nám í menntunarfræðum listgreina. Vinsamlegast tiltakið einnig hvaða kosti umsækjandi hefur til að bera sem hann telur líklegt að muni koma sér vel í kennslu og miðlun. Hámarks lengd er 300 orð.
 
4. Ferilskrá (CV)
Ferilskrá með almennum upplýsingum um umsækjanda skal fylgja umsókn. Ferilskrá skal innihalda yfirlit yfir menntun, störf, tungumálagetu og aðra reynslu sem umsækjandi telur að nýtist í náminu. Ferilskráin ætti ekki að vera lengri en tvær síður.
 

Inntökuferli

Auk viðtals getur nemandi þurft að sýna fram á hæfni sína t.d. með ferilmöppu, dæmum af fyrri verkum, lifandi túlkun eða flutningi eftir því sem við á.
 

Inntökuskilyrði

120 eininga meistaranám í listkennslufræðum

Umsækjendur skulu hafa lokið bakkalárprófi eða sambærilegu 180 eininga háskólanámi í listum við viðurkennda háskóla. Einnig er tekið á móti umsóknum frá umsækjendum sem lokið hafa bakkalárgráðu frá viðurkenndum háskóla og hafa umtalsverða menntun á sviði lista. Umtalsverð listmenntun getur t.d. verið viðurkennt nám frá innlendum eða erlendum sérskólum. Í öllum tilvikum er litið til reynslu á sviði lista, listkennslu og -miðlunar.
 

120 eininga meistaranám í kennslufræðum

Umsækjendur skulu hafa lokið bakkalárprófi eða sambærilegu 180 eininga háskólanámi við viðurkennda háskóla.
 

60 eininga diplómanám

Umsækjendur sem lokið hafa meistaragráðu á háskólastigi, sem jafngildir 120 einingum, geta sótt um 60 eininga diplómanám.
 

180 eininga meistaranám í listkennslu með aðfararnámi

Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára diplómanámi á háskólastigi í listum við viðurkennda háskóla.
 

Almenn skilyrði

Umsækjendur sem luku kennsluréttindanámi frá LHÍ eða HÍ fyrir árið 2009, er listkennsludeild Listaháskóla Íslands var stofnuð, geta óskað eftir mati á fyrra námi.
 
Við mat á námi frá erlendum háskólum er stuðst við opinber gögn og upplýsingar frá viðkomandi landi. Einnig liggja til grundvallar alþjóðasamningar sem Ísland á aðild að ásamt Lissabon samningnum og samningi milli Norðurlandanna um gangkvæma viðurkenningu á námi.
 
Leiki einhver vafi á að umsækjandi hafi fullgild próf samkvæmt þessum samningum er hægt að leita til NARIC /ENIC skrifstofu sem staðsett er í Háskóla Íslands og óska eftir mati samkvæmt fyrrnefndum samningum.
 

Tungumálakunnátta

Meistaranám í listkennslu er nám sem kennt er á íslensku nema um erlenda gestakennara sé að ræða, þá fer kennsla fram á ensku. Umsækjendur þurfa að vera vel færir um að tjá sig munnlega og skriflega á íslensku í samræmi við kröfur í háskólanámi.
 

 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Opnað fyrir umsóknir 9. janúar 2023

Umsóknarfrestur 15. maí 2023

Umsóknum svarað: júní 2023

Upphaf haustannar ágúst 2023

Umsóknargjald 5000 kr.

HAFA SAMBAND

Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, deildarfulltrúi, olofhugrun [at] lhi.is

Ragnhildur Ísleifs Ólafsdóttir, námsráðgjafi, ragnhildur [at] lhi.is

UMSÓKNIR

Umsókn: 120 ects meistaranám í listkennslufræðum MA / M.Art.Ed. / MT

Umsókn: 120 ects meistaranám í kennslufræðum MA / M.Art.Ed. / MT

Umsókn: 60 ects diplómanám til kennsluréttinda Diplóma

Umsókn: 180 ects aðfararnám í listkennslufræðum MA / M.Art.Ed. / MT

 

FLÝTILEIÐIR

Skólagjöld

Forsíða listkennsludeildar

Algengar spurningar