Höfuðáhersla tónlistardeildar er að innsæi og forvitni er drifkraftur sköpunar. Deildin hefur sérstöðu í framsæknu námi sem byggir á arfleifð, sögu, þekkingu og tækni. Markmið deildarinnar er að stuðla að þroska og efla nemendur til sjálfstæðis með sterka vitund fyrir nýsköpun, samfélagi og samstarfi.

Hlutverk tónlistardeildar er að mennta tónlistarmenn og undirbúa þá fyrir störf í tónlist á breiðum grundvelli. Markmiðið er að þeir tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð, auki við þekkingu sína og færni og rækti sjálfa sig sem sjálfstæða listamenn. Námið tekur mið af fjölbreyttum verkefnum tónlistarmanna í tónlistarflutningi, nýsköpun og við kennslu.

Námsbrautir tónlistardeildar á bakkalárstigi:

​Námsbrautir tónlistardeildar á meistarastigi:

Útskrifaðir nemendur tónlistardeildar eiga að vera afl sem auðgar samfélagið.

Frá fagstjóra

Kirkjutónlist:
“Tónlist er heilög! Tónlist er hin helga, voldugasta og fallegasta vara Drottins Guðs.”
(C.Debussy)
 
Starf kantora og organista hefur breyst mjög á undanförnum áratugum, það krefst fjölbreytta og djúpa kunnáttu á mörgum sviðum tónlistarinnar. Námið á kirkjutónlistarbraut LHÍ er framsækið og kröfuhart og veitir ungu tónlistarfólki kunnáttu og styrk til framtíðarnáms og starfs.

Peter Máté