Class: 
color3

Farvegir og form

Boðskort! Bókaútgáfa! Sýning! Tónlist! 3. ár GRAHÖ!

Verið velkomin! 
Laugardaginn 26. febrúar nk. frá klukkan 17.00-20.00 munu þriðja árs nemar í grafískri hönnun, við Listaháskóla Íslands, standa að bókaútgáfu og sýningu í Mengi, Óðinstgötu 2, 101 Rvk. Bókin er sjónræn rannsókn nemenda á ritgerðum þeirra til BA gráðu og unnin í samstarfi við Prentsmiðjuna Ísafold og Gunnar Eggertsson ehf. Hægt verður að grípa eintak af bókinni gjaldfrjálst. Fljótandi veigar verða í boði ásamt ljúfum tónum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Mettun Hafsins // Saturated Oceans

Sýning meistaranema í hönnun við LHÍ opnar í sjóminjasafninu fimmtudaginn 16. desember og stendur opin til sunnudagsins 9. janúar. Opið alla daga 10 - 17.

Sjórinn er grunnur vistkerfa jarðar og stjórnar hringrás vatns og kolefnis. Í náinni framtíð munu 70% íbúa jarðar búa í sjávarbyggðum/borgum. Höf og sjór fylla könnuði, vísinda-, og listafólk eldmóði. Þær atvinnugreinar sem eru í hvað mestum vexti á Íslandi leggja mikla áherslu á bláa hagkerfið.

Misbrigði VII

Misbrigði VII - Tískusýning

 

Verkefnið Misbrigði er unnið af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Rannsakaðar eru leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar. Sjónum er beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni.

TORF/JÖRÐ - TURF/EARTH

TORF/JÖRÐ

 

Meistaranemar í arkitektúr við LHÍ bjóða þér að koma á uppskerusýningu – extrapolation – úr rannsóknarstarfi haustsins.

Nemendur hafa á önninni unnið með torf, byggingararfleifðina, sprengt út mannmiðjuna og skoðað samlífi tegunda. Á seinni hluta annar rannsökuðu þau Þorlákshöfn, sem er vettvangur hönnunarverkefnis á vorönn.

Sýningin fer fram í vesturálmu 3ju hæðar í Þverholti 11 (vinnustofu meistaranema) og er opin frá 10 – 14 mánudag og þriðjudag (13. – 14. desember).

 

 

TURF/EARTH

 

Sneiðmynd - Fínir drættir leturfræðinnar

Fínir drættir leturfræðinnar

Í þriðja fyrirlestri Sneiðmyndar, sameiginlegrar fyrirlestraraðar hönnunar- og arkitektúrdeildar, fjallar Birna Geirfinnsdóttir um bókina Detail in Typography eftir svissneska bókahönnuðinn Jost Hochuli. Birna hefur ásamt Gunnari Vilhjálmssyni, leturhönnuði, og Marteini Sindra Jónssyni, heimspekingi, lagt lokahönd á þýðingu bókarinnar sem er væntanleg á vormánuðum. Jost Hochuli hefur lengi notið al­þjóð­legrar hylli á sviði bókahönnunar. Hann hefur kennt um ára­bil, meðal annars í Zürich og í heimabæ sínum St. Gallen í Sviss.