Class: 
color3

Góð hönnun er fyrir alla: Aðgengismál fyrir yngri kynslóðina - skólar og leikskólar

Þriðja málstofa um aðgengi verður haldin miðvikudaginn 25. janúar kl 12:15 – 13:30 í arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands að Þverholti 11, fyrirlestrarsal A í kjallara.

Þátttaka er opin öllum.
Léttar veitingar í boði.

 

25. janúar
Aðgengismál fyrir yngri kynslóðina - skólar og leikskólar
Málstofa á vegum FILA + HMS + ÖBÍ réttindasamtaka

 

Opinn tími með Jean Attali

Mánudaginn 12. desember fer fram opinn tími í Grósku, Vatnsmýri frá 16:30 - 19:00 þar sem franski heimspekingurinn Jean Attali verður með fyrirlestur um verkefni sitt Shared Atlas. 
 
Tíminn er hluti af námskeiðinu „Borgarýni“ (e. Urban Lab) sem nemendur á öðru ári í arkitektúr við Listaháskóla Íslands sitja á haustönn. 
Jean Attali (Prófessor Emeritus hjá ENSA Paris-Malaquais) mun halda fyrirlestur í klst og í kjölfarið fer fram panelumræða með nemendum og arkitektum.