Class: 
color3

Dagur #1 Hönnun & Arkítektúr

Í dag ríður hönnunar- og arkítektúrdeild á vaðið og veitir innsýn inn í starf deildarinnar. 

Hægt verður að fylgjast með Birnu Sísí Jóhannsdóttur nema á fyrsta ári í vöruhönnun á Instagraminu okkar. 

Svo minnum við á nýtt og gamalt en gott efni sem við ætlum að deila á Facebook. 

Við hvetjum ykkur til þess að senda inn spurningar bæði á Instagraminu sem og á Facebook

Háskóladagurinn 2020 á Akureyri - Viðburði aflýst

ATH! 

Viðburðinum er aflýst.

 

Við hvetjum ykkur þó til að þess að hafa samband við viðeigandi deild hafiði einhverjar spurningar um umsóknarferlið eða námið.

 

 

Listaháskólinn verður á Akureyri laugardaginn 7.mars með kynningu á námsframboði sínu. 

Við verðum ásamt öllum hinum háskólunum staðsett í Háskólanum á Akureyri frá kl. 13 til 16. 

Háskóladagurinn 2020

Við opnum dyrnar og bjóðum ykkur í heimsókn laugardaginn 29.febrúar 2020 milli klukkan 12 og 16. 
Við bjóðum upp á fjölmarga viðburði og verk í Laugarnesinu, nemendur og starfsfólk verða á staðnum til þess að svara spurningum og hægt verður að fara í leiðsagnir  um húsið. 
 

Dagskrá dagsins:

 

Leiðsagnir um húsið frá Rauða Torginu 

Kl. 12:30 
Kl. 13:30 
Kl. 14:30 
Kl.15:30 
 

Viðburðir 

  

12:00 

Setning Háskóladagsins  

Colophon Foundry | opinn fyrirlestur

Colophon Foundry er alþjóðleg og margverðlaunuð leturstofa staðsett í London og Los Angeles. Colophon hannar, gefur út og dreifir hágæða leturgerðum í smásölu sem og fyrir einstaka tilefni, bæði fyrir prent og stafræna útgáfu.
 
Anthony Sheret eigandi og grafískur hönnuður og Edd Harrington eigandi og leturhönnuður hjá Colophon munu halda fyrirlestur við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands fimmtudaginn 27. febrúar klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A.
 
Fyrirlesturinn verður á ensku,
Öll velkomin.