Class: 
color3

Pop-Up prentmarkaður á Kexhostel

Næstkomandi laugardag, 14. desember, koma saman nokkrir nemendur úr grafískri hönnun í LHÍ ásamt fleiri listamönnum og selja plaköt, bókverk, myndasögur og fjöldan allan af prentuðum varningi á litlum markaði sem settur verður upp í opna rýminu á Kex Hostel milli klukkan 12:00 - 18:00.
Þeir sem standa að markaðnum hvetja alla til að kíkja við, fá sér heitan drykk og spjalla við þá sem eru að selja verk á meðan þú finnur þér eitthvað fallegt fyrir heimilið eða jólapakkann.
Hlökkum til að sjá ykkur!
 

Sneiðmynd | Björn Steinar Blumenstein

FYRR EN SEINNA

Björn Steinar Blumenstein

Björn Steinar Blumenstein útskrifaðist úr vöruhönnun við Listaháskóla Íslands árið 2016, og starfar nú sem vöruhönnuður og stundakennari við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans. Björn Steinar heldur fyrirlestur í fyrirlestraröðinni Sneiðmynd, miðvikudaginn 4. desember klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11.