Class: 
color3

Sýning fatahönnunarnema á 1. og 2. ári

Nemendur á 1. og 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands sýna lokaverkefni annarinnar. 
Nemendur fyrsta árs sýna flík sem þau hafa hannað og útfært með Arnari Má Jónssyni og gefa innsýn í hönnunarferlið.
Annað árið sýnir tilraunir og verkefni sem þau hafa unnið með E-textíl í nýsköpunaráfanga með Sophie Skach.
 
Öll velkomin í vinnustofur fatahönnunarnema á 2. hæð í Þverholti 11, fimmtudaginn 11. maí kl. 17-19.

Birkiverk // Birchcraft

Nemendur í vöruhönnun bjóða ykkur velkomin á sýninguna Birkiverk sem verður haldin í Skógaræktafélagi Kópavogs fimmtudaginn 11. maí milli 16:00-19:00. Þar verður hægt að sjá mismunandi verkefni nemenda sem eiga það sameiginlegt að tengjast birki á einn eða annan hátt.Síðan í febrúar hafa nemendur verið að vinna með og rannsaka íslenska birkið og hafa gert fjölbreyttar tilraunir út frá ólíkum sjónarhornum.

Afhjúpun: Keldur í nýju ljósi // Uncovering: Keldur in a new light

Opnun 10. maí, kl. 17:00 Öll velkomin

Nemendur á 2. ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands opna gagnvirka sýningu í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands um eitt af elstu torfhúsum sem varðveitt hafa verið á Íslandi. Keldur á Rangárvöllum.

Með margvíslegum, skynrænum innsetningum gefum við gestum tækifæri til að upplifa hvernig daglegt líf var á Keldum og mikilvægi þessa staðar í samhengi við samtímann.

Sýning fer fram í Laugarnesi, stofu L-141 frá 10.-12. maí

//

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ

Laugardaginn 29. apríl fer fram í Norðurljósum í Hörpu tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands 2023, en sýningin er hluti af útskriftarhátíð Listaháskólans. Á sýningunni kynna nemendur útskriftarverkefni sín eftir þriggja ára nám við skólann. Lokaverkefni nemenda í fatahönnun eru einstaklingsverkefni sem samanstendur af frjálsri rannsókn, hönnun og útfærslu á fatalínu undir handleiðslu leiðbeinenda. Níu nemendur útskrifast af námsbrautinni að þessu sinni.
 
Þau eru:
Guðmundur Ragnarsson
Magga Magnúsdóttir

Kvikmyndahátíð Hönnunardeildar Listaháskóla Íslands // Iceland University of the Arts Design film Festival

Fyrsta hönnunarkvikmyndahátíð Listaháskólans verður haldin í Norræna húsinu 4. til 6. maí. Opnun hátíðar mun eiga sér stað þann 4. maí kl.17:00. Á hátíðinni verða stuttmyndir eftir nemendur og kennara hönnunardeildar sýndar með umræðum á eftir.

Myndirnar sýna hvernig hönnuðir nýta kvikmyndamiðilinn til að lýsa viðfangsefni og hönnunarferli í verkefnum sínum, oft í formi frásagnagerðar sem veitir innsýn og ferskt sjónarhorn á efniviðinn.

 

Sneiðmynd - Uta Reichardt

Uta Reichardt is a transdisciplinary researcher, facilitator and teacher with a background in geography, risk analysis and visual arts. She will present her open lecture named DisasterArtist on Wedesday April 19th at 12:15 in lecture hall A, Þverholt 11.

In this lecture Uta would like to introduce her work around synergies that emerge from the dialogue between arts and science, with an emphasis on disaster risk research and sustainability science.