Class: 
color3

Góð hönnun er fyrir alla: Aðgengismál fyrir yngri kynslóðina - skólar og leikskólar

Þriðja málstofa um aðgengi verður haldin miðvikudaginn 25. janúar kl 12:15 – 13:30 í arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands að Þverholti 11, fyrirlestrarsal A í kjallara.

Þátttaka er opin öllum.
Léttar veitingar í boði.

 

25. janúar
Aðgengismál fyrir yngri kynslóðina - skólar og leikskólar
Málstofa á vegum FILA + HMS + ÖBÍ réttindasamtaka

 

Opinn tími með Jean Attali

Mánudaginn 12. desember fer fram opinn tími í Grósku, Vatnsmýri frá 16:30 - 19:00 þar sem franski heimspekingurinn Jean Attali verður með fyrirlestur um verkefni sitt Shared Atlas. 
 
Tíminn er hluti af námskeiðinu „Borgarýni“ (e. Urban Lab) sem nemendur á öðru ári í arkitektúr við Listaháskóla Íslands sitja á haustönn. 
Jean Attali (Prófessor Emeritus hjá ENSA Paris-Malaquais) mun halda fyrirlestur í klst og í kjölfarið fer fram panelumræða með nemendum og arkitektum. 
 

Hvað er mál(efni)ið?

Hvað er mál(efni)ið?

 
Það er stóra spurningin í dag. Nemendur á 1. ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands svara þessari víðtæku spurning á sýningu í Baklandi í Laugarnesi föstudaginn 9. desember milli kl. 17 og 19. Þar hleypa þau áhugasömum inn í sinn hugarheim sem hefur vaxið um víðan völl í áfanganum Ferli skapandi hugsunar.
 
Yfir þessa önn hafa nemendur elt forvitni sína og tilviljanir hönnunarferlisins. Með sama upphafspunktinn hafa þróast 10 afar ólík verk þar sem efnisrannsóknir hafa öðlast söguþráð.

Saurblöð

Nemendur á 2. ári í grafískri hönnun bjóða gesti velkomna á opnunarviðburður fyrir safn myndasagna og teikninga föstudaginn 9. desember næst komandi kl 16:00 á Pallinum, Þverholti 11.
 
Þar verða til sölu handbundnar bækur í takmörkuðu upplagi.
Hver kápa er handstimpluð og efnið er prentað með fjölbreyttum prenturum, þar á meðal rísóprentara, fjölritunar - og fjölföldunarvélum og Gocco prentara.

Hönnun fyrir annan heim

Nemendur á öðru ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands halda sýninguna ‘Hönnun fyrir annan heim’ í Norræna húsinu fimmtudaginn 8. dsember klukkan 17:00 - 20:00.
 
Á sýningunni frumsýna nemendur stuttmynd sem þeir hafa unnið út frá rannsóknum sínum yfir önnina í áfanganum Vísindi og Menning. Einnig sýna nemendur skáldskapaða hönnunarmuni eða „fictional artifacts“, búninga og annað sem notast var við í stuttmyndinni.