Dagur #1 Hönnun & Arkítektúr

Í dag ríður hönnunar- og arkítektúrdeild á vaðið og veitir innsýn inn í starf deildarinnar. 

Hægt verður að fylgjast með Birnu Sísí Jóhannsdóttur nema á fyrsta ári í vöruhönnun á Instagraminu okkar. 

Svo minnum við á nýtt og gamalt en gott efni sem við ætlum að deila á Facebook. 

Við hvetjum ykkur til þess að senda inn spurningar bæði á Instagraminu sem og á Facebook

Horfðu til himins – hugleiðingar um lofthæð og líkama

Gestagangur í nóvember kynnir til leiks Tinnu Ottesen sem mun halda fyrirlesturinn Horfðu til himins – hugleiðingar um lofthæð og líkama fimmtudaginn 22. nóvember næst komandi klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11.

 
Tinna Ottesen kallar sig 'Spatial Storyteller, og vinnur með frásagnareiginleika rýmis í innsetningum, hönnun, kvikmyndum og sviðslistum.  Í fyrirlestrinum mun Tinna deila hugleiðingum sínum og rannsóknum um það sem er fyrir ofan okkur, bæði innandyra og utan, hvernig við bregðumst líkamlega við því og hvað við lesum úr því.
 

Snertiflötur við meistaranám í hönnun og sviðslistum: Assemble Studio

Assemble Studio (Fran Edgerly and Fernanda Muñoz-Newsome)

Following a week-long lab working with the MFA Performing Arts and MA Design programmes at IUA, this talk opens up a space for Fran Edgerly and Fernanda Muñoz-Newsome to discuss and reflect upon their work with the studying artists at IUA within the broader contexts of their own work.

About