Masterclassar með ítalska píanistanum Pina Napolitano

Ítalski píanistinn Pina Napolitano mun halda tvo masterclassa dagana 22. og 23.október. 
Napolitano er fædd og uppalin í Caserta á Ítalíu. Hún hóf nám í píanóleik aðeins 4 ára gömul hjá Guisi Ambrifi. 
Hún hefur hlotið mastersgráðu í píanóleik frá The Music Academy of Pescara með sérstaka áherslu á tónlist 20.aldarinnar og hefur nú kennt í virtum tónlistarháskólum á Ítalíu.

 

Masterclassarnir fara fram í húsnæði  tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, Skipholti 31 í  flyglasalnum á 3. hæð.

Vladimir Stoupel // Píanótónleikar

Píanóleikarinn Vladimir Stoupel hefur vakið athygli fyrir sína blæbrigða- og tilfinningaríku túlkun.
Hann hefur m.a. komið fram með Berlínarfílharmóníunni, hljómsveitinni í Konzerthaus Berlín, Gewandhaus-hljómsveitinni í Leipzig, Bæversku útvarpshljóm-sveitinni og Útvarpshljómsveit Berlínar.

Tímaritið Washington Post hefur lofað hann fyrir tjáningaríka túlkun og Der Tagesspiegel Berlin hefur lýst flutningi hans sem „heillandi og stemningsríkum”.  
Tímaritið Frankfurter Allgemeine Zeitung lýsti einleikstónleikum hans sem „ógleymanlegum”. 

 

Efnisskrá: 

Í tónlistardeild LHÍ eru frábærir kennarar, góður andi og hugmyndaríkir samnemendur. Maður getur mótað sína eigin leið eftir sínum eigin markmiðum og nýtur góðs af stuðningsneti frá starfsfólki og kennurum sem eru ekkert nema hjálpsemin með hvaða verkefni eða spurningar sem maður hefur.

Hægt er að sækja frábæra masterklassa með erlendum gestum og einnig býðst að fara í spennandi námsferðir utan landsteinanna. Það er mjög mikið af tækifærum í LHÍ því það er svo mikill mannauður í skólanum, bæði á meðal kennara og nemenda. 

 

 

Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanóleikari

Steina Kristín Ingólfsdóttir: Útskriftarhátíð LHÍ

Útskriftartónleikar Steinu Kristínar, víóluleikara, frá LHÍ fara fram í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 7. maí kl. 20. Á efnisskrá er tónlist eftir J. S. Bach, Jóhannes Brahms, William Walton og Rebeccu Clarke. Auk Steinu koma fram á tónleikunum þau Una María Bergmann, söngkona, Guðný Charlotta Harðardóttir, píanóleikari og Richard Simm, píanóleikari og aðjúnkt við tónlistardeild LHÍ.

Agnes Eyja Gunnarsdóttir: Útskriftarhátíð LHÍ

Útskriftartónleikar Agnesar Eyju fara fram sunnudaginn 5. maí kl. 20 í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir eru hluti af Útskriftarhátíð LHÍ. Flutt verða verk eftir J. S. Bach, Ludvig van Beethoven,Edvard  Grieg, Max Bruch og Dmitri Shostakovich.

Auk Agnesar koma fram Ólöf Sigursveinsdóttir á selló, Romain Þór Denuit á píanó og Richard Simm, píanóleikari og aðjúnkt við tónlistardeild LHÍ.

Anna Þórhildur Gunnarsdóttir: Útskriftartónleikar LHÍ

Anna Þórhildur Gunnarsdóttir lýkur námi í klassískum píanóleik við Listaháskóla Íslands í vor og verða því haldnir tónleikar í Salnum í Kópavogi þann 4. maí kl. 20:00. 

Á útskriftartónleikum sínum mun Anna leika verk eftir Jean-Philippe Rameau, Johannes Brahms, Sergei Prokofíev, Maurice Ravel og Astor Piazzolla. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Vladimir Stoupel með tónleika og masterklassa

Helgina 2. - 3. febrúar næstkomandi mun franski píanóleikarinn Vladimir Stoupel halda tvær vinnusmiðjur (masterklassa) fyrir nemendur Menntaskóla í tónlist og LHÍ. Vinnusmiðjurnar fara fram milli 11 - 15 báða daga,  laugardaginn 2. febrúar í Skipholti 33 og sunnudaginn 3. febrúar í Skipholti 31 (LHÍ).