Vinnustofa (masterklass) með Nicola Lolli

Opin vinnustofa (masterklass) með Nicola Lolli, konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands mánudaginn 16. apríl frá 18 - 20:30, í tónlistardeild Listaháskóla Íslands, Skipholti 31. Nemendur Guðnýjar Guðmundsdóttur við tónlistardeild Listaháskóla Íslands leika ásamt Richard Simm, píanóleikara. Allir velkomnir að hlusta og njóta og aðgangur ókeypis.

Efnisskrá:

- Vaughan Williams: Lark Ascending
- W.A.Mozart: Fiðlukonsert í A-dúr; 1. þáttur
- Edvard Grieg: Sónata í F-dúr, 1. þáttur 
- Samuel Barber: Fiðlukonsert, 1.þáttur

Mánudagsmildileiki

Söngnemar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands bjóða til tónleika í Langholtskirkju mánudaginn 12. febrúar klukkan 18.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin.
 
Á efnisskrá er tónlist eftir J.S. Bach, Gabriel Fauré, Felix Mendelsshon og W.A. Mozart. Verkin koma flest úr mikilfenglegum óratoríum, passíum og kantötum, samin við texta úr Biblíunni og spanna allan tilfinningaskalann.
 

Ungir einleikarar 2018

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi tónleikanna er Daniel Raiskin sem einnig stjórnar tónleikum Ungsveitarinnar á starfsárinu enda fer honum einkar vel úr hendi að starfa með ungu fólki.

Útskriftartónleikar Jóhönnu Maríu Kristinsdóttur

Sunnudaginn 26. nóvember kl. 15 heldur Jóhanna María Kristinsdóttir útskriftatónleika frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands í Salnum, Kópavogi.

Efniskráin er mjög fjölbreytt og snertir á hinum ýmsu stílbrigðum tónlistarinnar. Á tónleikunum koma fram, ásamt Jóhönnu Maríu, Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Dagur Þorgrímsson tenór.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!