Helgina 2. - 3. febrúar næstkomandi mun franski píanóleikarinn Vladimir Stoupel halda tvær vinnusmiðjur (masterklassa) fyrir nemendur Menntaskóla í tónlist og LHÍ. Vinnusmiðjurnar fara fram milli 11 - 15 báða daga,  laugardaginn 2. febrúar í Skipholti 33 og sunnudaginn 3. febrúar í Skipholti 31 (LHÍ).

Að auki mun Stoupel halda einleikstónleika í sal Menntaskóla í tónlist, Skipholti 33, föstudagskvöldið 1. febrúar kl. 19:30. Efnisskráin samanstendur af tónlist eftir Franz Schubert, Mikhaïl Glinka, Frédéric Chopin og Maurice Ravel.

Ókeypis er á alla viðburðina og öll hjartanlega velkomin.

Dagskrá

Föstudagur 1. febrúar kl. 19:30:

Píanótónleikar í sal Menntaskóla í tónlist

  • Franz Schubert (1797-1828)
    Sónata í e-mollD 566 (1817)

  • Mikhail Glinka (1804-1857)
    Variations brillantes, við stef eftir Donizetti (1831)
    Rondo brillante í B-dúr, við stef eftir Bellini (1831)

  • Frédéric Chopin (1810-1849)
    Pólónesa í gís-moll
    Pólónesa í As-dúr, op. 53

  • Maurice Ravel (1875-1937)
    La Valse (1919) 

Laugardagur 2. febrúar kl. 11 - 15:

Píanómasterklass í sal Menntaskóla í tónlist fyrir nemendur Mít

Sunnudagur 3. febrúar kl. 11 - 15:

Píanómasterklass í Flyglasal LHÍ, Skipholti 31 fyrir nemendur LHÍ

Nánar:

Vladmir Stoupel hefur átt afar farsælan einleikaraferil um áratugaskeið og hefur að auki á undanförnum árum átt vaxandi velgengni að fagna sem hljómsveitarstjóri. Stoupel hefur lagt sig eftir því að flytja tónlist sem er oft utan alfaraleiðar; má þar nefna plötur með öllum píanóeinleiksverkum Schoenberg og Scriabin og útgáfu á píanóverkum eftir George Antheil, Conlon Nancarrow og Alexander Mossolov. Á meðal samstarfsfólks hans má nefna fiðluleikarana Judith Ingolfsson og Mark Peskanov, sellóleikarann Peter Bruns, Róbert Schumann strengjakvartettinn og söngvarana Wolfgang Brendel, Elenu Zaremba og Evgeny Nesterenko.