Útskriftartónleikar Agnesar Eyju fara fram sunnudaginn 5. maí kl. 20 í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir eru hluti af Útskriftarhátíð LHÍ. Flutt verða verk eftir J. S. Bach, Ludvig van Beethoven,Edvard  Grieg, Max Bruch og Dmitri Shostakovich.

Auk Agnesar koma fram Ólöf Sigursveinsdóttir á selló, Romain Þór Denuit á píanó og Richard Simm, píanóleikari og aðjúnkt við tónlistardeild LHÍ.

Agnes Eyja Gunnarsdóttir hóf nám í fiðluleik við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar níu ára gömul undir handleiðslu Laufeyjar Pétursdóttur. Vorið 2015 lauk hún framhaldsprófi þaðan undir leiðsögn Gretu Guðnadóttur og haustið 2016 hóf hún nám í skapandi tónlistarmiðlun við LHÍ. Ári seinna, 2017,  skipti hún alfarið yfir á hljóðfærabraut og útskrifast nú þaðan með bakkalárgráðu í fiðluleik undir handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur. 

Síðastliðið haust stundaði Agnes skiptinám við Maastricht Conservatorium undir leiðsögn Piotr Jasiurkowski. 

Agnes hefur sótt masterklassa hjá Guðnýju Guðmundsdóttur, Elfu Rún Kristinsdóttur, Nicola Lolli, Elina Kalendarova, Þórunni Ósk Marínósdóttur og fleirum.

Agnes hefur ætíð verið iðin við að taka þátt í hljómsveitarstarfi. Má þar nefna Sinfóníuhljómsveit unga fólksins (Ungfóníu) þar sem hún hefur gegnt stöðu konsertmeistara, Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og nýstofnaða strengjasveit að nafni Íslenskir strengir. Hún hefur einnig fengið að spila með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, CAPUT og Hátíðarbarokksveit Vesturbæjar. 

Agnes hefur sótt námskeið bæði hérlendis og erlendis í klassískum fiðluleik sem og barokkleik. Áhugi á barokkinu kviknaði þegar Agnes sótti áfanga í endurreisnar- og barokktónlist undir leiðsögn Sigurðar Halldórssonar. Í kjölfarið sótti hún námskeið í barokkleik í Frakklandi, með barokkfiðlu að láni, þar sem hún fékk einkatíma hjá Sophie Gent og Johannes Leertouwer. 

Agnes hefur jafnframt tekið þátt í að flytja fjölda nýrra tónverka eftir samnemendur sína í Listaháskólanum.

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
19:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)